Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 18. febrúar 2021 16:30
Magnús Már Einarsson
23 ára nýr eigandi Sunderland (Staðfest)
Kyril Louis-Dreyfus (til vinstri)þ
Kyril Louis-Dreyfus (til vinstri)þ
Mynd: Getty Images
Kyril Louis-Dreyfus hefur formlega keypt enska félagið Sunderland og tekið við sem stjórnarformaður.

Kaupin hafa legið í loftinu í marga mánuði en nú er búið að ganga frá öllum lausum endum.

Louis-Dreyfus er aðeins 23 ára gamall en hann er sonur franska viðskiptamannsins Robert Louis-Dreyfus sem er fyrrum eigandi Marseille.

Stewart Donald, fyrrum eigandi Sunderland, mun áfram eiga lítinn hlut í félaginu.

Sunderland er í 7. sæti í ensku C-deildinni en í gær komst liðið í úrslitaleik í enska neðri deildarbikarnum.
Athugasemdir
banner
banner
banner