banner
   fim 18. febrúar 2021 21:20
Aksentije Milisic
Einkunnir hjá Man Utd og Tottenham: Bruno og Dele Alli stigu upp
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Manchester United og Tottenham Hotspur unnu góða sigra í Evrópudeildinni í kvöld en þetta voru fyrri leikirnir í 32-liða úrslitunum.

Man Utd vann 4-0 sigur á Real Sociedad í Tórínó en þar var Bruno Fernandes valinn maður leiksins en hann gerði tvö mörk og stjórnaði ferðinni.

Fred, Daniel James og Marcus Rashford fá þá allir átta en James og Rashford komust á blað. Fred átti eina stoðsendingu í leiknum. Dean Henderson var í rammanum hjá United og fær hann sjö fyrir sína frammistöðu.

Dele Alli hefur ekki fengið mörg tækfæri hjá Tottenham á þessari leiktíð en eitt þeirra kom í kvöld. Hann greip tækifærið og var valinn maður leiksins í 4-1 sigri liðsins á Wolfsberger. Hann fékk átta í einkunn alveg eins og Lucas Moura.

Gareth Bale skoraði og lagði upp mark í kvöld en hann fær sjö fyrir sína frammistöðu. Einkunnir leikmanna úr þessum tveimur leikjum má sjá hér fyrir neðan.

Real Sociedad: Remiro (6), Zaldua (5), Le Normand (5), Zubeldia (4), Monreal (5), Silva (5), Illarramendi (5), Merino (5), Januzaj (5), Isak (5), Oyarzabal (6).

Varamenn: Guevara (5), Gorosabel (5)

Man Utd:Henderson (7), Wan-Bissaka (6), Bailly (6), Maguire (7), Telles (7), McTominay (6), Fred (8), Greenwood (7), Fernandes (9), James (8), Rashford (8).

Varamenn: Martial (5), Matic (6)

Wolfsberger: Kofler (7), Novak (5), Baumgartner (5), Lochoshvili (5), Scherzer (5), Sprangler (5), Taferner (5), Liendl (7), Wernitznig (6), Joveljic (5), Vizinger (5).

Varamenn: Giorbelidze (5), Henriksson (6), Dieng (5), Stratznig (5).

Tottenham: Lloris (7), Doherty (7), Dier (6), Alderweireld (6), Davies (6), Sissoko (6), Winks (7), Bale (7), Alli (8), Lucas Moura (8), Son (7).

Varamenn: Hojbjerg (n/a), Lamela (7), Bergwijn (6), Vinicius (6).
Athugasemdir
banner
banner
banner