Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 18. febrúar 2021 19:53
Aksentije Milisic
Evrópudeildin: Man Utd valtaði yfir Sociedad - Tottenham með útisigur
Fred og Bruno fagna.
Fred og Bruno fagna.
Mynd: Getty Images
Bale á Puskás vellinum í kvöld.
Bale á Puskás vellinum í kvöld.
Mynd: Getty Images
Dzeko komst á blað.
Dzeko komst á blað.
Mynd: Getty Images
Níu leikir eru búnir í 32-liða úrslit Evrópudeildarinnar í kvöld og eru aðrir sjö að fara í gang núna klukkan 20.

Real Sociedad og Manchester United mættust í Tórínó borg á Ítalíu en leikurinn var heimaleikur Real Sociedad.

Leikurinn byrjaði mjög fjörlega og átti bæði lið mjög góð færi eftir einungis tveggja mínútna leik en inn vildi boltinn ekki. Marcus Rashford fékk tvö dauðafæri en brást bogalistinn.

Fyrsta mark leiksins kom á 27. mínútu en það gerði Bruno Fernandes eftir góða sendingu inn fyrir vörn Sociedad frá Rashford. Staðan var 0-1 þegar flauta var til leikhlés.

Síðari hálfleikurinn var algjörlega eign United. Bruno Fernandes skoraði sitt annað mark eftir laglega sókn. Í fyrstu var flögguð rangstæða en eftir að VAR skoðaði atvikið aftur þá fékk markið að standa.

United hélt áfram og Marcus Rashford náði að skora á 65. mínútu eftir smekklega sendingu frá Brasilíumanninum Fred. Daniel James setti síðasta naglann í kistu Sociedad með marki í uppbótartíma. Öruggur sigur United staðreynd og einvígið svo gott sem búið.

Tottenham vann góðan sigur á Wolfsberger í kvöld en spilað var í Ungverjalandi. Gareth Bale, sem hefur verið mikið í umræðunni að undanförnu, skoraði og lagði upp í 1-4 sigri Tottenham.

AC Milan gerði 2-2 jafntelfi gegn Red Star Belgrade en Theo Hernandez skoraði tvennu fyrir gestina. Red Star var manni færri en náði þrátt fyrir það að jafna leikinn. Þá gerðu Slavia Prag og Leicester jafntefli og Roma vann góðan útisigur á Braga í Portúgal.

Öll úrslitin úr leikjunum sem voru að ljúka má sjá hér fyrir neðan.

Wolfsberger AC 1 - 4 Tottenham
0-1 Son Heung-Min ('13 )
0-2 Gareth Bale ('28 )
0-3 Lucas Moura ('34 )
1-3 Michael Liendl ('55 , penalty goal)
1-4 Carlos Vinicius ('88 )

Dynamo K. 1 - 1 Club Brugge
1-0 Vitaliy Buyalskyy ('62 )
1-1 Brandon Mechele ('67 )

Real Sociedad 0 - 4 Manchester Utd
0-1 Bruno Fernandes ('27 )
0-2 Bruno Fernandes ('58 )
0-3 Marcus Rashford ('64 )
0-4 Daniel James ('90 )

Crvena Zvezda 2 - 2 Milan
0-1 Radovan Pankov ('42 , own goal)
1-1 Guelor Kanga ('52 , penalty goal)
1-2 Theo Hernandez ('61 , penalty goal)
2-2 Milan Pavkov ('90 )
Rautt spjald: Milan Rodic, Crvena Zvezda ('77)

Slavia Praha 0 - 0 Leicester City

Braga 0 - 2 Roma
0-1 Edin Dzeko ('5 )
0-2 Borja Mayoral ('86 )
Rautt spjald: Ricardo Esgaio, Braga ('54)

FK Krasnodar 2 - 3 Dinamo Zagreb
0-1 Bruno Petkovic ('15 )
1-1 Marcus Berg ('28 )
1-2 Bruno Petkovic ('54 )
2-2 Viktor Claesson ('69 )
2-3 Iyayi Atiemwen ('75 )

Young Boys 4 - 3 Bayer
1-0 Christian Fassnacht ('3 )
2-0 Jordan Siebatcheu ('19 )
3-0 Meschak Elia ('44 )
3-1 Patrik Schick ('49 )
3-2 Patrik Schick ('52 )
3-3 Moussa Diaby ('68 )
4-3 Jordan Siebatcheu ('89 )

Olympiakos 4 - 2 PSV
1-0 Andreas Bouchalakis ('9 )
1-1 Eran Zahavi ('14 )
2-1 Yann M'Vila ('37 )
2-2 Eran Zahavi ('39 )
3-2 Youseff El Arabi ('45 )
4-2 Giorgos Masouras ('83 )
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner