Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   sun 18. febrúar 2024 18:00
Ívan Guðjón Baldursson
Lengjubikar kvenna: Valur skoraði fjögur gegn Selfossi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valur 4 - 0 Selfoss
1-0 Amanda Jacobsen Andradóttir ('18 )
2-0 Ísabella Sara Tryggvadóttir ('36 )
3-0 Glódís María Gunnarsdóttir ('45 )
4-0 Fanndís Friðriksdóttir ('92 )

Valur og Selfoss áttust við í Lengjubikarnum í dag og tóku heimakonur forystuna á átjándu mínútu, þegar landsliðskonan efnilega Amanda Jacobsen Andradóttir skoraði.

Ísabella Sara Tryggvadóttir tvöfaldaði forystuna fyrir Val og bætti Glódís María Gunnarsdóttir þriðja markinu við fyrir leikhlé.

Staðan hélst í 3-0 allt þar til í uppbótartíma, þegar Fanndís Friðriksdóttir komst á blað og fullkomnaði 4-0 sigur Vals.

Valur er með fullt hús stiga eftir þrjár umferðir, en þetta var fyrsti leikur Selfyssinga í Lengjubikarnum í ár.
Athugasemdir
banner
banner