Ensku úrvalsdeildarfélögin Liverpool og Manchester City sendu njósnara til að fylgjast með leik Bayern München og Bayer Leverkusen í síðustu viku, en það er Daily Star sem greinir frá.
Bæði félög eru að skoða leikmenn fyrir sumargluggann en tveir þeirra voru í eldlínunni í leiknum.
Leikmennirnir sem um ræðir eru þeir Jamal Musiala og Florian Wirtz.
Musiala er tvítugur sóknarsinnaður miðjumaður sem spilar fyrir Bayern München. Hann ólst upp á Englandi og í Þýskalandi, en valdi það að spila fyrir þýska landsliðið. Real Madrid er einnig að fylgjast með honum og gæti vinskapur hans og Jude Bellingham spilað stóra rullu í ákvörðun hans.
Wirtz er tvítugur og á mála hjá Leverkusen. Hann er einn af bestu leikmönnum deildarinnar og verið orðaður við mörg stórlið síðustu mánuði.
Njósnarar frá Liverpool og Man City fylgust náið með þeim í leiknum síðustu helgi þar sem Leverkusen vann sannfærandi 3-0 sigur.
Athugasemdir