Mason Holgate, varnarmaður Sheffield United, var rétt í þessu sendur í sturtu fyrir ljóta tæklingu á Kaoru Mitoma, leikmanni Brighton, í leik liðanna í ensku úrvalsdeildinni.
Mitoma var kominn á harðarsprett upp vinstri vænginn áður en Holgate mætti honum af fullum krafti með fótinn í hnéhæð.
Stuart Attwell, dómari leiksins, gaf Holgate gula spjaldið, en eftir skoðun VAR breytti hann því í rautt spjald.
Rétt ákvörðun hjá dómara leiksins og heimamenn nú manni færri þegar tæpar tuttugu mínútur eru liðnar af fyrri hálfleiknum. Facundo Buonanotte var þá að koma Brighton í forystu og útlit fyrir að þetta verði langur dagur hjá heimamönnum.
Hægt er að sjá atvikið hér fyrir neðan.
Sjáðu rauða spjaldið hér
Athugasemdir