Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   mið 18. mars 2020 15:00
Magnús Már Einarsson
Danir framlengja keppnisbanni - Svíar stefna á að byrja í júní
Hjörtur Hermannsson í leik með Bröndby,.
Hjörtur Hermannsson í leik með Bröndby,.
Mynd: Getty Images
Danska knattspyrnusambandið hefur tilkynnt að keppni í dönsku deildunum sé frestað um óákveðinn tíma vegna kórónuveirunnar.

Í síðustu viku var keppni frestað um tvær vikur í deildunum.

Óvissuástandið vegna veirunnar hefur nú orðið til þess að keppni hefur verið frestað um óákveðinn tíma.

Danska tímabilið á að klárast í júní og þar er ennþá stefnt á að ljúka yfirstandandi tímabili þrátt fyrir frestun.

Danir vonast ennþá til að hægt verði að klára alla leiki fyrir 30. júní en nýtt tímabil í Danmörku á að hefjast í júlí. Mjög stutt frí er vanalega á milli tímabila í Danmörku en þess í stað er tekið vetrarfrí deildunum.

Aftonbladet í Svíþjóð segir að áætlun sænsku deildarinnar sé að hefja keppnina fyrstu vikuna í júní. Þetta hefur ekki verið staðfest af sænska knattspyrnusambandinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner