Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   fim 18. mars 2021 17:50
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Björn Bergmann byrjar í Evrópudeildinni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Björn Bergmann Sigurðarson er í byrjunarliði Molde sem mætir spænska úrvalsdeildarliðinu Granada í Evrópudeildinni núna rétt fyrir klukkan sex.

Molde er 2-0 undir eftir fyrri leikinn en leikurinn í kvöld fer fram í Búdapest í Ungverjalandi. Hann er skráður sem heimaleikur Molde í þessu einvígi.

Björn Bergmann, sem er þrítugur, að aldri var í gær valinn í landsliðshópinn fyrir fyrstu þrjá leikina í undankeppni HM.

Hann gekk aftur í raðir Molde í byrjun febrúar eftir að hafa verið hjá Lilleström. Björn spilaði áður við góðan orðstír hjá Molde á árunum 2014-2017.

Sjá einnig:
Byrjunarlið hjá Arsenal og Tottenham: Fyrirliðinn snýr aftur úr agabanni

Leikir dagsins:
17:55 Shakhtar D - Roma (0-3)
17:55 Dinamo Zagreb - Tottenham (0-2)
17:55 Molde - Granada CF (0-2)
17:55 Arsenal - Olympiakos (3-1)
20:00 Young Boys - Ajax (0-3)
20:00 Villarreal - Dynamo K. (2-0)
20:00 Milan - Man Utd (1-1)
20:00 Rangers - Slavia Prag (1-1)

Sjá einnig:
Björn Bergmann aftur valinn - „Algjörlega til í þetta"
Athugasemdir
banner
banner