Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   fim 18. mars 2021 08:00
Aksentije Milisic
Tuchel bætir met - Búinn að læsa vörninni
Thomas Tuchel, stjóri Chelsea, hefur byrjað frábærlega með liðið síðan hann tók við af Frank Lampard.

Chelsea vann Atletico Madrid í Meistaradeild Evrópu í gær með tveimur mörkum gegn engu og er liðið komið í 8-liða úrslit keppninnar.

Tuchel hefur stjórnað Chelsea í þrettán leikjum og ekki tapað neinum enn sem komið er. Hann hefur því bætt met Luiz Felipe Scolari en hann var taplaus í fyrstu 12 leikjum sínum sem stjóri Chelsea árið 2008.

Í þokkarbót þá hefur Chelsea haldið hreinu í 11 leikjum af þessum 13. Tuchel hefur því tekist að læsa varnarleiknum algjörlega og það hefur hann gert að mestum hluta án Thiago Silva, sem hefur verið meiddur.
Athugasemdir