banner
   fim 18. mars 2021 23:09
Victor Pálsson
Tuchel: Vonbrigði fyrir Kepa
Mynd: Getty Images
Thomas Tuchel, stjóri Chelsea, hefur litlar áhyggjur af markmanninum Kepa sem var ekki valinn í nýjasta landsliðshóp Spánar.

Kepa fær lítið að spila með Chelsea þessa dagana en Edouard Mendy er aðalmarkvörður liðsins eftir að hafa komið frá Rennes síðasta sumar.

Kepa var um tíma aðalmarkvörður Spánar á undan David de Gea en í dag fær hann ekki sæti í hópnum.

Tuchel segir að það sé svekkjandi fyrir Kepa að fá ekki kallið en hann einbeitir sér algjörlega að því sem er í gangi hjá enska félaginu.

„Það eru vonbrigði fyrir Kepa að vera ekki valinn. Það er alveg ljóst að hann er sterkur, hann er okkar leikmaður og þetta hefur engin áhrif á hans vinnu með okkur. Við treystum honum og ef traust er til staðar þá höldum við áfram," sagði Tuchel.

„Það er hans persónulega markmið að vera hluti af landsliðinu. Væri það auðveldara ef hann fengi að spila reglulega? Auðvitað en þetta snýst ekki um persónuleg markmið, þetta snýst um Chelsea."

„Við höfum rætt við okkar markmenn um að Edu sé númer eitt. Hann berst um það sæti og verður að vera tilbúinn, það er það sem hann er að gera."
Athugasemdir
banner
banner