Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 18. mars 2023 13:20
Aksentije Milisic
„Man Utd þarf betri hægri bakvörð til að ná því besta úr Sancho"
Mynd: Getty Images

Paul Scholes, fyrrum leikmaður Manchester United, segir að Erik Ten Hag verði að finna betri hægri bakvörð svo að hann geti fengið það besta úr Jadon Sancho.


Sancho missti af stórum part fyrri hluta tímabils en Ten Hag gaf honum frí til þess að æfa einum. Sancho átti við andleg vandamál að stríða en upp á síðkastið hefur hann verið að koma meira inn í liðið.

Hann hefur skorað tvisvar sinnum í síðustu fimm deildarleikjum sínum en þessi 21 árs gamli leikmaður er mjög efnilegur. Hann hefur enn ekki náð að slá í gegn hjá United en Scholes telur sig vera með lausnina á því.

„Sancho hefur ekki gert nóg á þessu tímabili. Það á enn mikið eftir að koma frá honum," sagði Englendingurinn.

„Hann hefur átt í vandræðum og stjórinn hefur tekið á því. Hann kom til baka og skoraði nokkur mörk. Þetta er góður leikmaður en hann þarf réttu leikmennina með sér."

„Ef Man Utd finnur betri hægri bakvörð þá gæti það náð því besta úr Sancho. Hann er ekki hraður leikmaður og hjá Dortmund var hann með snöggann bakvörð með sér upp völlinn. Hann er teknískur leikmaður sem vill spila boltanum með bakverðinu og sóknarmanninum,"
sagði Scholes.

Man Utd mætir Fulham á morgun í átta liða úrslitum enska bikarsins.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner