
Liverpool horfir löngunaraugum á Alexander Isak, Diogo Jota er orðaður við endurkomu til Wolves og Manchester United hækkar verðmiðann á Marcus Rashford. Þetta er meðal þess sem er í slúðurpakka dagsins.
Liverpool hefur sett sig í samband við fólk sem er nátengt Alexander Isak (25), framherja Newcastle, áður en félagið mun mögulega gera tilboð í sumar. (Fabrizio Romano)
Manchester United hefur hækkað verðmiðann á Marcus Rashford (27) en frammistaða hans á láni hjá Aston Villa hefur skilað honum aftur í enska landsliðið. (Football Insider)
Úlfarnir fylgjast grannt með stöðu Diogo Jota (28) hjá Liverpool og gæti reynt að endurheimta hann í sumar. (Teamtalk)
Manchester United fylgist með franska framherjanum Hugo Ekitike (22) hjá Eintracht Frankfurt og slóvenska framherjanum Benjamin Sesko (21) hjá RB Leipzig. (Florian Plettenberg)
AC Milan mun kaupa Kyle Walker (34) varnarmann Manchester City í sumar en hann er hjá ítalska félaginu á láni. Milan ætlar hinsvegar ekki að halda portúgalska sóknarmanninum Joao Felix (25) sem er á láni frá Chelsea. (Gazzetta dello Sport)
Liverpool hyggst eyða meira en 250 milljónum punda í sumar í að kaupa Julian Alvarez (25) framherja Atletico Madrid, Xavi Simons (21) miðjumann RB Leipzig og Alessandro Bastoni (25) varnarmann Inter. (Fichajes)
Liverpool er eitt af þeim félögum sem fylgjast með Jeremie Frimpong (24), hægri bakverði Bayer Leverkusen. Þeir líta á Hollendinginn sem hugsanlegan staðgengil fyrir Trent Alexander-Arnold. (Caught Offside)
Enski miðjumaðurinn Kalvin Phillips (29), leikmaður Manchester City, vill komast aftur til Leeds United eftir að lánstímanum hjá Ipswich Town lýkur. (Football Insider),
Eddie Howe, stjóri Newcastle, mun fá þrjár milljónir punda í bónusgreiðslur ef liðið kemst í Meistaradeildina á næstu leiktíð. (Telegraph)
Real Madrid og Barcelona er að tapa baráttu við Newcastle um Antonio Cordero (18), framherja Malaga og U19 landsliðs Spánar. (Marca)
Liverpool er að vinna Newcastle, Tottenham og Chelsea í baráttunni um Marc Guehi (24), varnarmann Crystal Palace. (Football Insider)
Aston Villa gæti selt argentínska miðjumanninn Enzo Barrenechea (23) til Valencia í sumar eftir vel heppnaða lánsdvöl hans hjá spænska félaginu. (Athletic)
Manchester City, Liverpool, Chelsea og Arsenal hafa öll fylgst með argentínska vængmanninum Franco Mastantuono (17) hjá River Plate. Hann er með um 35 milljóna punda riftunarákvæði. (Teamtalk)
Tottenham horfir til Marco Silva, stjóra Fulham, og Andoni Iraola, stjóra Bournemouth, ef félagið ákveður að láta Ange Postecoglou taka pokann sinn. (Telegraph)
Athugasemdir