Liverpool reynir aftur við Zubimendi - Isak til Arsenal - Wirtz á óskalista Bayerrn
   mán 18. apríl 2016 14:30
Fótbolti.net
Líklegt byrjunarlið Fjölnis - Fimm erlendir
Gunnar Már Guðmundsson.
Gunnar Már Guðmundsson.
Mynd: Ingólfur Hannes Leósson
Ólafur Páll Snorrason.
Ólafur Páll Snorrason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Við teljum niður í Pepsi-deildina með því að kynna liðin til leiks eftir því hvar þeim er spáð. Við veltum fyrir okkur líklegum byrjunarliðum í upphafi móts. Fjölni er spáð níunda sætinu í sumar en hér má sjá líklegt byrjunarlið í Grafarvoginum.



Þórður Ingason stendur sem fyrr á milli stanganna hjá Fjölni og Steinar Örn Gunnarsson er honum til halds og trausts.

Viðar Ari Jónsson fór af kantinum í bakvörðinn í fyrra. Þá spilaði hann vinstra megin en búast má við að hann verði í hægri bakverði í ár. Arnór Eyvar Ólafsson missir af byrjun móts vegna meiðsla en hann getur líka leikið í hægri bakverði. Fjölnismenn hafa lengi spilað með réttafætta menn í vinstri bakverði en hinn örvfætti Mario Tadejevic kemur frá Króatíu í þá stöðu í ár. Daniel Ivanovski var öflugur fyrri hlutann í fyrra í hjarta varnarinnar og það var sterkt fyrir Fjölni að fá hann aftur. Tobias Salquist spilar líklega við hlið hans en Atli Már Þorbergsson og Hans Viktor Guðmundsson gætu einnig leyst miðvörðinn. Hans hefur líka spilað á miðjunni í vetur.

Á miðjunni eru reynsluboltarnir Ólafur Páll Snorrason og Gunnar Már Guðmundsson en þeir verða í stóru hlutverki í sumar. Igor Jugovic verður með þeim félögum á miðjunni. Guðmundur Böðvar Guðjónsson gerir líka tilkall á miðjunni sem og hinn fjölhæfi Guðmundur Karl Guðmundson en hann er kominn með fyrirliðabandið.

Líklegt er að Guðmundur Karl byrji á hægri kantinum en hann gæti þó leyst nánast hvaða stöðu sem er á vellinum. Martin Lund Pedersen kom til Fjölnis í vetur og hann hefur spilað á vinstri kantinum. Frammi er hinn öflugi Þórir Guðjónsson. Marcus Solberg nýjasti leikmaður Fjölnis kemur einnig til greina í fremstu stöðurnar. Birnir Snær Ingason hefur spilað vel á kantinum í vetur og hann bankar á dyrnar sem og Jónatan Hróbjartsson sem kom frá ÍR eftir síðasta tímabil.
Athugasemdir
banner
banner