Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 18. apríl 2020 20:30
Ívan Guðjón Baldursson
„Camavinga hefur allt sem þarf til að spila fyrir Real Madrid"
Camavinga á 36 leiki að baki fyrir meistaraflokks Rennes og einn fyrir U21 landslið Frakka.
Camavinga á 36 leiki að baki fyrir meistaraflokks Rennes og einn fyrir U21 landslið Frakka.
Mynd: Getty Images
Julien Stephan, ungur þjálfari Rennes í Frakklandi, hefur miklar mætur á hinum 17 ára gamla Eduardo Camavinga. Stephan er talinn gríðarlega flottur þjálfari og vann franska bikarinn á sínu fyrsta tímabili við stjórnvölinn.

Camavinga er miðjumaður og hefur stimplað sig inn sem mikilvægur hlekkur í liði Rennes, sem er í harðri baráttu um Meistaradeildarsæti með 50 stig eftir 28 umferðir.

Hann er eftirsóttur af stærstu liðum Evrópu og er Real Madrid meðal félaga sem hafa verið orðuð við hann.

„Fyrst sá ég hann spila fyrir unglingaliðið hjá Rennes, þar sem hann var að spila ári uppfyrir sig. Þegar ég var færður í stöðu þjálfara aðalliðsins lét ég hann strax byrja að æfa með okkur. Þá var hann ekki nema 16 ára gamall," sagði Julien, sem er sonur Guy Stephan aðstoðarþjálfara Didier Deschamps í franska landsliðinu.

„Það sást eiginlega enginn munur á honum og tvítugu strákunum. Aldur skiptir ekki máli þegar það kemur að hæfileikum og því að vera tilbúinn andlega. Hann sýndi á æfingum með aðalliðinu að hann var tilbúinn og nýtti tækifærið sem hann fékk.

„Hann hefur allt sem þarf til að spila fyrir stórlið á borð við Real Madrid í nánustu framtíð."

Athugasemdir
banner
banner
banner