Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
   mán 18. apríl 2022 18:54
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Svipuð tilfinning eftir fundi með Guðna og KSÍ - „Allt mjög skrýtið"
Icelandair
Heimir Guðjónsson, þjálfari Vals.
Heimir Guðjónsson, þjálfari Vals.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rúnar Kristinsson, þjálfari KR.
Rúnar Kristinsson, þjálfari KR.
Mynd: Haukur Gunnarsson
Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari.
Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Heimir Guðjónsson og Rúnar Kristinsson fóru báðir á fund með Guðna Bergssyni, þáverandi formanni KSÍ, þegar leitað var að nýjum þjálfara fyrir karlalandsliðið undir lok árs 2020.

Heimir og Rúnar hafa báðir verið mjög sigursælir sem þjálfarar á Íslandi og einnig hafa þeir þjálfað erlendis.

Þeir voru báðir til tals í þættinum Chess After Dark þar sem þeir voru spurðir út í landsliðsþjálfarastarfið. Þeir fengu báðir svipaða tilfinningu eftir að hafa farið á fund með þáverandi formanni.

„Ég fór á fund með Guðna. Fundurinn var fínn, en ég fann það á honum að það væri komið mjög langt með að hann myndi taka Arnar og Eið Smára," sagði Heimir.

Svar Rúnars var svipað. „Ég var ekki svekktur að fá ekki starfið. Ég var alveg efins um hvað ég ætti að gera ef ég hefði fengið boðið. Samtölin sem ég átti við KSÍ voru ekki þess eðlis að mér yrði boðið það. Ég held að sú ákvörðun hafi verið tekin áður en rætt við mig. Það er það sem mér finnst."

„Auðvitað er þetta starf sem marga þjálfara langar að komast í, en í dag segi ég nei án þess að ætla að fullyrða það 100 prósent. Það gæti verið já eftir mánuð. Ég er svo ánægður að vera þjálfa KR og mér líður ofboðslega vel þar."

Rúnar segir að það hafi verið skrýtið að fara í viðtal þegar nánast var búið að ráða í starfið. „Mér fannst þetta allt mjög skrýtið. Þetta er einhver tilfinning sem maður hafði. Við Heimir erum góðir félagar og tölum oft saman. Ég held að okkar upplifun hafi verið mjög lík."

Það er enginn sem er að 'bakka' hann upp
Arnar Þór Viðarsson tók við liðinu eftir að hafa gert góða hluti með U21 landsliðið. Undir hans stjórn hafa orðið miklar breytingar á liðinu af ýmsum ástæðum, en árangurinn hefur alls ekki verið góður.

Rúnar þekkir Arnar vel eftir að hafa starfað með honum hjá Lokeren í Belgíu.

„Mér finnst Arnar vera að fá mjög óvægna gagnrýni. Sumt á kannski rétt á sér en ekki allt. Öll gagnrýni er á leið í eina átt, það er enginn sem er að 'bakka' hann upp," segir Rúnar.

„Hann tekur við landsliði sem er búið að vera að spila í töluvert langan tíma undir stjórn Lars og Heimis, og margir hverjir komnir á efri árin. Þetta molnar fljótlega eftir að hann tekur við út af me-too og ýmsu öðru. Þegar Lars tekur við landsliðinu á sínum tíma þá er Gylfi Sigurðsson á besta aldri í einni bestu deild í heimi, Aron Einar er á sama stað, Kolbeinn er á besta stað á sínum ferli, Alfreð er nýbúinn að vera markahæstur í Holland, Jóhann Berg er á frábærum stað... þessir strákar voru búnir að fá eldskírn hjá Óla og Pétri. Lars tekur við ofboðslega góðu búi."

„Arnar er að búa til nýtt lið frá grunni... hann var byrjaður á einhverju, en það hrundi strax út af utanaðkomandi málum. Svo er hann byrjaður aftur núna. Þetta er ekki að ganga vel. Hann er að prófa sig áfram og þarf tíma til þess. Við viljum sjá betri úrslit og betri frammistöðu..."

„Hann er góður vinur minn. Við tölum ekki mikið saman núna, en ég veit hvernig hann vinnur. Hann er ótrúlega duglegur og samviskusamur. Hann fær mikið á baukinn og mér finnst það leiðinlegt því hann er góður vinur minn, en auðvitað eru það úrslitin sem á endanum dæma þig sem þjálfari. Það er það sama með mig og aðra þjálfara," sagði Rúnar. „Við þurfum að sanna okkur á hverjum einasta degi."

Hægt er að horfa á báða þættina hér að neðan þar sem rætt er meira um landsliðið.



Athugasemdir
banner
banner