
„Tilfinningin er bara fín. Það er auðvitað leiðinlegt að tapa og detta út, en mér fannst við bara gera margt mjög gott í þessum leik,'' segir Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Gróttu, eftir 1-4 tap gegn ÍA í Mjólkurbikarnum.
Hvernig er tilfinngin fyrir 2. deild?
„Hún er bara fín. Ég veit ekki alveg hvað ég er að fara í, en vonandi verður þetta skemmtileg deild. Við erum búin að mæta nokkrum liðum í vetur og það er bara fáranlega góð lið í þessari deild. Þetta verður erfitt verkefni hjá okkur,''
„Við erum með algjörlega nýtt lið. Það eru 19 farnir frá því í fyrra og 4 sem eru hérna eftir. Við erum bara að byggja upp nýtt lið og vonandi gengur það vel,''
Af hverju tókstu við þessu verkefni hjá Gróttu?
„Skemmtilegt verkefni sem þeir buðu mér. Ég ætlaði að taka mér pásu frá þjálfun, en þeir komu þarna seint í nóvember og töluðu við mig og mér lýst bara vel á því sem þau lögðu upp og hér er ég,''
Hvert er markmið ykkar í 2. deild
„Markmiðið okkar er bara að fara upp í fyrstu deildinna aftur. Mér finnst Grótta eiga heima þar, en það verður alveg gríðarlega erfitt,'' segir Rúnar Páll.