Sara Björk Gunnarsdóttiir reimaði á sig markaskóna þegar Al-Qadsiah rúllaði yfir Al-Taraji í sádí arabísku deildinni í kvöld.
Leikurinn var í næst síðustu umferð deildarinnar. Al-Qadsiah komst í 1-0 á 8. mínútu og Sara Björk bætti öðru markinu við eftir stundafjórðung.
Staðan var 4-0 í hálfleik og Al-Qadsiah bætti fjórum mörkum við í seinni hálfleik en Sara Björk skoraði sjöunda mark liðsins í 8-0 sigri.
Al-Qadsiah er í 3. sæti og kemst ekki ofar. Liðið er með 32 stig, þremur stigum á undan Al-Shabab og með miklu betri markatölu.
Athugasemdir