Man Utd og Liverpool vilja Cherki - Arsenal skoðar Coman - Tottenham og Man Utd vilja markvörð Frankfurt - Chelsea reyndi við Van Dijk - Garnacho...
   fös 18. apríl 2025 09:30
Brynjar Ingi Erluson
West Ham íhugar að bjóða Antonio nýjan samning
Mynd: EPA
West Ham United er alvarlega að íhuga að bjóða framherjanum öfluga Michail Antonio nýjan samning í sumar en þetta kemur fram á Sky Sports:

Antonio, sem er 35 ára gamall, er markahæsti leikmaður West Ham í sögu ensku úrvalsdeildarinnar.

Framherjinn átti að spila stóra rullu með liðinu á þessu tímabili en skelfilegt bílslys varð til þess að hann brotnaði á fæti og þurfti að gangast undir aðgerð.

Síðustu mánuði hefur hann verið í stífri endurhæfingu en eitthvað er þó í að hann snúi aftur á völlinn.

Sky segir að West Ham muni skoða framtíð Antonio í lok tímabils og sé þá að íhuga að bjóða honum nýjan samning, en núgildandi samningur hans rennur út í sumar.

Antonio gekk í raðir West Ham frá Nottingham Forest fyrir níu árum. Síðan þá hefur hann spilað yfir 300 leiki og skorað 83 mörk í öllum keppnum fyrir félagið.
Athugasemdir
banner