Man Utd og Liverpool vilja Cherki - Arsenal skoðar Coman - Tottenham og Man Utd vilja markvörð Frankfurt - Chelsea reyndi við Van Dijk - Garnacho...
   fös 18. apríl 2025 08:00
Brynjar Ingi Erluson
Zirkzee skaut á þá stuðningsmenn sem fóru snemma - „Hlustið á þetta“
Mynd: EPA
Andrúmsloftið á Old Trafford eftir ævintýralegan 5-4 sigur liðsins á Lyon í 8-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í gær var rafmagnað, svo vægt sé til orða tekið, en það var ágætis summa sem missti af því augnabliki.

Stuðningsmenn fóru að tínast af vellinum þegar United var 4-2 undir og lítið eftir af framlengingunni.

United-liðið kom til baka. Bruno Fernandes skoraði úr víti og fullkomnuðu þeir Kobbie Mainoo og Harry Maguire endurkomuna með tveimur mörkum á 120. mínútu.

Einhverjir stuðningsmenn misstu trú á United þegar liðið þurfti hvað mest á stuðningum að halda, en þeir sem tóku ákvörðun um að vera áfram uppskáru eftir því.

Hollenski leikmaðurinn Joshua Zirkzee var greinilega ósáttur með þá stuðningsmenn sem fóru snemma og birti myndband á Instagram til að sýna þeim að hverju þeir misstu.

„Til allra þeirra stuðningsmanna sem sem fóru snemma: Hlustið á þetta!“ sagði Zirkzee.

Amorim talaði um að margir hafi yfirgefið til þess að festast ekki í traffík en það á líklega ekki við um alla. Margir héldu að einvíginu væri lokið sem var ekki raunin.


Athugasemdir
banner
banner