Andrúmsloftið á Old Trafford eftir ævintýralegan 5-4 sigur liðsins á Lyon í 8-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í gær var rafmagnað, svo vægt sé til orða tekið, en það var ágætis summa sem missti af því augnabliki.
Stuðningsmenn fóru að tínast af vellinum þegar United var 4-2 undir og lítið eftir af framlengingunni.
United-liðið kom til baka. Bruno Fernandes skoraði úr víti og fullkomnuðu þeir Kobbie Mainoo og Harry Maguire endurkomuna með tveimur mörkum á 120. mínútu.
Einhverjir stuðningsmenn misstu trú á United þegar liðið þurfti hvað mest á stuðningum að halda, en þeir sem tóku ákvörðun um að vera áfram uppskáru eftir því.
Hollenski leikmaðurinn Joshua Zirkzee var greinilega ósáttur með þá stuðningsmenn sem fóru snemma og birti myndband á Instagram til að sýna þeim að hverju þeir misstu.
„Til allra þeirra stuðningsmanna sem sem fóru snemma: Hlustið á þetta!“ sagði Zirkzee.
Amorim talaði um að margir hafi yfirgefið til þess að festast ekki í traffík en það á líklega ekki við um alla. Margir héldu að einvíginu væri lokið sem var ekki raunin.
???? - Joshua Zirkzee on Instagram:
— UF (@UtdFaithfuls) April 17, 2025
"To all the fans who left when we were down, have a listen to this.'
GOOSEBUMPS. ??????pic.twitter.com/NpGlRDvTo7
Athugasemdir