Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 18. maí 2023 15:32
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Andskotinn, hvað gerði hann núna?"
Ekki fyrsti leikurinn þar sem hann labbar út af vellinum og skammast sín
Ekki fyrsti leikurinn þar sem hann labbar út af vellinum og skammast sín
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Það hefði samt þurft að koma miði með honum frá KR-ingum, smá leiðbeiningar
Það hefði samt þurft að koma miði með honum frá KR-ingum, smá leiðbeiningar
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Ég er að reyna taka FH gleraugun af mér, mér finnst hann meira vera taka sér stöðu
Ég er að reyna taka FH gleraugun af mér, mér finnst hann meira vera taka sér stöðu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Steve Dagskrá bræður, Vilhjámur Freyr Hallsson og Andri Geir Gunnarsson, eru stuðningsmenn FH. Í þættinum sem gefinn var út á þriðjudag ræddu þeir um Kjartan Henry Finnbogason, leikmann FH, sem hefur verið á milli tannanna á fólki frá því leikur liðsins við Víking hófst á sunnudagskvöld.

Kjartan sparkaði út í loftið og virkaði í sjónvarpsútsendingu mjög heppinn að sparka hreinlega ekki í andlitið á Birni Snær. Áður en það átti sér stað var hann búinn að ýta í Pétur Guðmundsson dómara og í kjölfarið gaf hann Nikolaj Hansen í liði Víkings olnbogaskot.

Líkur eru á því að Kjartan fari í leikbann en samkvæmt heimildum 433.is er hann á borði aganefndar.

„Kjartan Henry að vanda mjög ófyrirleitinn í sinni nálgun. Við höfum kynnst honum aðeins á Viaplay, fengið smjörþefinn af honum, góður drengur. Það hefði samt þurft að koma miði með honum frá KR-ingum, smá leiðbeiningar. Af því þetta er svolítið nýtt fyrir okkur FH-ingana, maður þarf einhvern veginn að verja hann," sagði Villi.

„Þetta er ekki fyrsti leikurinn þar sem hann labbar út af vellinum og skammast sín, hann hefur gefið það út sjálfur," sagði Andri og Villi greip í kaldhæðnina. „Hann er næstum því að fá krampa þegar hann dettur þarna með Birni, spennist allur til," sagði Villi og Andri greip boltann á lofti: „Mér finnst skrítið að Birnir hafi ekki hjálpað honum og teygt á honum."

„Það sem hann sleppur, það er ótrúlegt. Þú ert með leikmann, Kjartan Henry, sem á þetta til. Þeir sem dýfa sér, þá kemur þetta úlfur úlfur dæmi, fyrir rest fá þeir minna, fá ekki flautin. Það er ekki þannig í þessu tilfelli með Kjartan. Dómarinn sá þetta ekki þannig að þarna væri maður með blóðnasir, Kjartan Henry væri nálægt honum og það væri rautt spjald á hann. Hann sleppur svakalega,"
sagði Andri.

Andskotinn, hvað gerði hann núna?
Vilhjálmur tók svo olnbogaskotið fyrir. „Ég held að ef þú ert varnarmaður inn í teig og það er kross að koma, þá finnst mér alveg eðlilegt að þú lítir til baka til að sjá hvort það sé maður fyrir aftan þig og til að taka þér stöðu. Ég er að reyna taka FH gleraugun af mér, mér finnst hann meira vera taka sér stöðu."

„Maður hefur séð ýktari olnbogaskots-hreyfingu. Fyrst þegar ég sé Nikolaj útataðan í blóði hugsaði ég hver þetta hefði verið, ekki var þetta Kjartan Henry? Svo er Kjartan þarna nálægt og ég hugsaði: „Andskotinn, hvað gerði hann núna?","
sagði Andri.

Kjartan setti inn færslu á Twitter morguninn eftir leikinn þar sem hann sagðist sjá eftir sparkinu og sagði sína hlið af olnbogaskotinu.

Bjóst við að Nikolaj myndi hefna sín
„Mér finnst ótrúlegt, þó svo að hann komist upp með ákveðna hluti hjá dómurum, að það sé ekki meiri hefnigirnd í hinum liðunum. Ég bjóst við að Nikolaj myndi finna hann í næsta fasta leikatriði og gera eitthvað við hann. Þetta er búið að vera svona í mörg ár, ef Kjartan Henry labbar inn á völlinn þá myndi ég halda að hafsentarnir tveir ætluðu sér að vera fyrri til að beita bolabrögðum," sagði Andri.

„Það er einn sem hefur tekið hann sem ég man eftir. Það er Kári Árnason," sagði Villi.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner