
Jesper Grönkjær, fyrrum leikmaður Chelsea, er mættur á EM til að fylgjast með íslenska landsliðinu fyrir TV 2 í Danmörku.
„Við fylgjumst mikið með íslenska og sænska liðinu. Margir Danir voru hissa á góðri frammistöðu Íslands í fyrsta leiknum gegn Portúgal," sagði Grönkjær við Fótbolta.net í dag.
Grönkjær spilaði á sínum tíma með Eiði Smára Guðjohnsen hjá Chelsea.
„Við fylgjumst mikið með íslenska og sænska liðinu. Margir Danir voru hissa á góðri frammistöðu Íslands í fyrsta leiknum gegn Portúgal," sagði Grönkjær við Fótbolta.net í dag.
Grönkjær spilaði á sínum tíma með Eiði Smára Guðjohnsen hjá Chelsea.
„Hann er stórkostlegur. Hann hefur verið frábær sendiherra fyrir íslenskan fótbolta. Hann þurfi að fara erlendis til að spila. Það gæti verið styrkleiki fyrir íslenska leikmenn að þeir vita að þeir þurfa að leita erlendis á einhverjum tímapunkti."
„Hann meiddist illa þegar hann var ungur en átti góðan feril á Englandi. Við náðum vel saman í þau fjögur ár sem við spiluðum saman hjá Chelsea. Hann er góð persóna og það var gaman að spila með honum," sagði Gronkjær sem vonast til að sjá Eið spila gegn Ungverjum í dag.
„Hann á frábæra möguleika á að koma inn á í dag. Síðasti leikur var ekki leikur sem þú setur Eið inn á. Eiður er betri þegar Ísland er meira með boltann og hann getur verið í frjálsu hlutverki. Að sjálfsögðu vona ég að hann komi inn á," sagði Gronkjær.
Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni en þar spreytir Grönkjær sig meðal annars á því að bera fram nafn Eiðs með íslenskum hreim.
Athugasemdir