Atletico íhugar að gera tilboð í Garnacho - Man Utd langt komið í viðræðum við Diallo - Dybala má fara ef hann er ósáttur
   þri 18. júní 2024 19:22
Sölvi Haraldsson
Byrjunarlið Vals og Víkings: Gylfi, Aron og Kiddi á miðjunni - Víkingar endurheimta Ingvar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Í kvöld eftir tæpan klukkutíma hefst stórleikur Vals og Víkings á N1-vellinum á Hlíðarenda. Mikil stemning er fyrir leiknum og það má búast við hörkumætingu á leikinn. Rétt í þessu voru byrjunarliðin að detta í hús.


Lestu um leikinn: Valur 2 -  2 Víkingur R.

Það sem vekur athygli í Valsliðinu er að Gylfi Sig, Aron Jó og Kiddi Freyr byrja allir saman á miðsvæðinu. Orri Sigurður og Hólmar Örn byrja saman í miðvarðarparinu. Arnar Grétars gerir heilt yfir fjórar breytingar á Valsliðinu frá bikarleiknum gegn Keflavík í 8-liða úrslitunum á dögunum. Aron Jóhannsson, Gylfi Sig, Orri Sigurður og Hólmar Örn, fyrirliði liðsins, koma inn í liðið en þeir Bjarni Mark, Jakob Franz, Elfar Freyr og Guðmundur Andri fara úr liðinu. Guðmundur Andri og Jakob Franz taka sér sæti á bekknum en Bjarni og Elfar eru utan hóps.

Arnar Gunnlaugs gerir fimm breytingar á Víkingsliðinu frá bikarsigrinum gegn Fylki á dögunum. Ingvar Jónsson, Pablo Punyed, Ari Sigurpáls, Valdimar Þór og Nikolaj Hansen, fyrirliði liðsins, koma inn í liðið fyrir þá Pálma Rafn, Helga Guðjóns, Danijel Dejan Djuric, Matthías Vilhjálmsson og Karl Friðleif. Danijel Dejan Djuric er ekki hóp þar sem hann er að taka út leikbann fyrir að kasta brúsa í stuðningsmann Blika. Ingvar kemur aftur inn í liðið eftir meiðsli. Virkilega sterkt fyrir Víkinga að endurheimta Ingvar fyrir stórleik kvöldsins.

Leikurinn hefst klukkan 20:15 á N1-vellinum á Hlíðarenda og verður í þráðbeinni textalýsingu á síðunni okkar.


Byrjunarlið Valur:
1. Frederik Schram (m)
2. Birkir Már Sævarsson (f)
7. Aron Jóhannsson
8. Jónatan Ingi Jónsson
9. Patrick Pedersen
10. Kristinn Freyr Sigurðsson (f)
11. Sigurður Egill Lárusson
12. Tryggvi Hrafn Haraldsson
15. Hólmar Örn Eyjólfsson
20. Orri Sigurður Ómarsson
23. Gylfi Þór Sigurðsson

Byrjunarlið Víkingur R.:
1. Ingvar Jónsson (m)
4. Oliver Ekroth
5. Jón Guðni Fjóluson
6. Gunnar Vatnhamar
7. Erlingur Agnarsson
10. Pablo Punyed
17. Ari Sigurpálsson
21. Aron Elís Þrándarson
23. Nikolaj Hansen (f)
24. Davíð Örn Atlason
25. Valdimar Þór Ingimundarson
Athugasemdir
banner
banner