Tottenham vill Eze - Belgi orðaður við Arsenal - Man Utd í viðræðum um Rabiot
   þri 18. júní 2024 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Juve selur Kaio Jorge aftur til Brasilíu (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Ítalska stórveldið Juventus er búið að selja brasilíska sóknarmanninn Kaio Jorge til Cruzeiro í Brasilíu. Cruzeiro borgar um 7,5 milljónir evra fyrir leikmanninn.

Juve keypti Jorge upprunalega frá Santos sumarið 2021 en slæm meiðsli eyðilögðu dvölina í ítalska boltanum.

Í fyrra var Jorge lánaður til nýliða Frosinone í Serie A þar sem hann kom að fjórum mörkum á tæpum 1000 spiluðum mínútum.

Fyrir nokkrum árum þótti Jorge gríðarlega mikið efni þar sem hann var byrjunarliðsmaður í liði Santos aðeins 17 ára gamall. Þá skoraði hann 11 mörk í 14 leikjum með U15 og U17 landsliðum Brasilíu.

Jorge er annar leikmaðurinn sem Juve selur í sumar eftir Koni De Winter sem fer til Genoa eftir að hafa staðið sig vel á lánssamningi.
Athugasemdir
banner
banner