Tottenham og Newcastle hafa áhuga á Grealish - Newcastle bjartsýnt á að fá Guehi - Elanga í læknisskoðun
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
   lau 18. júlí 2020 19:28
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Gary gagnrýnir bæði dómaratríóið og upplegg Þórsara harkalega
Lengjudeildin
Gary var ekkert alltof sáttur í leikslok en tók við stiginu.
Gary var ekkert alltof sáttur í leikslok en tók við stiginu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er gott stig, við vildum fá þrjú en við tökum stigið," sagði Gary Martin, leikmaður ÍBV, eftir jafntefli við Þór.

Lestu um leikinn: Þór 1 -  1 ÍBV

Gagnrýnir upplegg Þórsara
„Þeir spiluðu 5-4-1 (leikkerfið) á heimavelli sem er algjörlega hryllilegt. Þeir fengu eitt færi í fyrri hálfleik en gerðu annars ekkert. Þeir brutu endalaust allan leikinn og því tökum við stigið og förum heim með það," bætti Gary við. Fréttaritari spurði Gary nánar út í þessa gagnrýni á upplegg Þórsara.

„Hvernig geturu spilað 5-4-1 á heimavelli? Sumir segja að við spilum með fimm en við gerum það ekki. Við spilum 3-4-3. Þeir leggja upp með að ná í eitt stig á heimavelli sem er svívirðilegt og það sem þeir gerðu án bolta er brandari. Þú sérð hvað það voru mörg höfuðmeiðsli, það voru olnbogar á lofti."

Ósáttur með dómara leiksins
„Alltaf þegar ég tók á sprett þá var brotið á mér og dómarinn hlýtur að hafa verið með sólgleraugu því hann virtist ekki sjá neitt. Svona er þetta og vonandi fáum við ekki þennan dómara aftur."

Gary var spurður seinna í viðtalinu út í línuna í leiknum en Gary kvartaði mikið yfir því að Þórsararnir fengju að brjóta á sér án þess að dæmt væri á þá.

„Þetta er brandari. Þeir voru með einhverjar athugasemdir í fyrri hálflleik um að brot væri dæmt því að ég væri að biðja um þau. Dómarinn gaf mér ekkert og línuverðirnir eru með flögg sem þeir kusu að veifa ekki. Einu flöggin sem hreyfðust voru á hornfánunum. Um leið og Þórsari biður um eitthvað fara flöggin á loft og þeir veifa þeim eins og þau væru glæný. Þessir dómarar voru hryllilegir."

Gary fékk að líta gula spjaldið undir lok leiks. Hver vegna var það?

„Ég spurði dómarinn spurningar. Ég held ég hafi spurt hann hvort línuvörðurinn ætlaði sér ekki að nota flaggið sitt og svo fæ ég gult spjald. Þetta er brandari. Ég var leiðinlegur við línuvörðinn líklegast allan leikinn og því var hann líklega búinn að fá nóg af því en þetta er brandari, viljið þið vinsamlegast nota flöggin ykkar og vinsamlegast flautaðu í flautuna," sagði Gary.

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner