Maguire gæti elt McTominay til Napoli - Kolo Muani horfir til Englands - Nkunku vill fara frá Chelsea
Frétti á Instagram að hann yrði ekki áfram í Kanada - „Eins og er, þá er það ekki planið"
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
Axel Óskar kominn heim: Núna spilar maður með hjartanu
Jökull: Upplifði einhverja ást hér sem ég hef ekki upplifað áður
Þórður Gunnar: Leist best á Aftureldingu
Oliver með fiðring: Báðir bræður mínir spiluðu hér
„Einu leikmennirnir sem við höfum farið í viðræður við“
Segir Breiðablik vera alltof spennandi - „Virkilega margir sem skildu mig"
Arnar Pálmi: Aldrei upplifað annað eins
Sá leikjahæsti framlengdi við Völsung - „Ákvað að hætta því leikriti núna"
Alli Jói: Eins stórt og það gerist fyrir Völsung
Elfar Árni: Ekki hægt að segja nei þegar hann sagði mér að drulla mér heim
Var með nokkur tilboð en fannst FH langmest spennandi
Hoppaði í sófanum þegar lausn fannst - „Atvinnumennska að koma í Breiðablik"
Aftur upp í Bestu deildina - „Í sjálfu sér seldur eftir þann fund"
Valgeir vonar að fólk skilji sig - „Hef heyrt sögur úr Kórnum"
banner
   lau 18. júlí 2020 19:28
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Gary gagnrýnir bæði dómaratríóið og upplegg Þórsara harkalega
Lengjudeildin
Gary var ekkert alltof sáttur í leikslok en tók við stiginu.
Gary var ekkert alltof sáttur í leikslok en tók við stiginu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er gott stig, við vildum fá þrjú en við tökum stigið," sagði Gary Martin, leikmaður ÍBV, eftir jafntefli við Þór.

Lestu um leikinn: Þór 1 -  1 ÍBV

Gagnrýnir upplegg Þórsara
„Þeir spiluðu 5-4-1 (leikkerfið) á heimavelli sem er algjörlega hryllilegt. Þeir fengu eitt færi í fyrri hálfleik en gerðu annars ekkert. Þeir brutu endalaust allan leikinn og því tökum við stigið og förum heim með það," bætti Gary við. Fréttaritari spurði Gary nánar út í þessa gagnrýni á upplegg Þórsara.

„Hvernig geturu spilað 5-4-1 á heimavelli? Sumir segja að við spilum með fimm en við gerum það ekki. Við spilum 3-4-3. Þeir leggja upp með að ná í eitt stig á heimavelli sem er svívirðilegt og það sem þeir gerðu án bolta er brandari. Þú sérð hvað það voru mörg höfuðmeiðsli, það voru olnbogar á lofti."

Ósáttur með dómara leiksins
„Alltaf þegar ég tók á sprett þá var brotið á mér og dómarinn hlýtur að hafa verið með sólgleraugu því hann virtist ekki sjá neitt. Svona er þetta og vonandi fáum við ekki þennan dómara aftur."

Gary var spurður seinna í viðtalinu út í línuna í leiknum en Gary kvartaði mikið yfir því að Þórsararnir fengju að brjóta á sér án þess að dæmt væri á þá.

„Þetta er brandari. Þeir voru með einhverjar athugasemdir í fyrri hálflleik um að brot væri dæmt því að ég væri að biðja um þau. Dómarinn gaf mér ekkert og línuverðirnir eru með flögg sem þeir kusu að veifa ekki. Einu flöggin sem hreyfðust voru á hornfánunum. Um leið og Þórsari biður um eitthvað fara flöggin á loft og þeir veifa þeim eins og þau væru glæný. Þessir dómarar voru hryllilegir."

Gary fékk að líta gula spjaldið undir lok leiks. Hver vegna var það?

„Ég spurði dómarinn spurningar. Ég held ég hafi spurt hann hvort línuvörðurinn ætlaði sér ekki að nota flaggið sitt og svo fæ ég gult spjald. Þetta er brandari. Ég var leiðinlegur við línuvörðinn líklegast allan leikinn og því var hann líklega búinn að fá nóg af því en þetta er brandari, viljið þið vinsamlegast nota flöggin ykkar og vinsamlegast flautaðu í flautuna," sagði Gary.

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner