Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
Brynjar Björn: Fáum þrjú mörk á okkur og Fjölnir fær varla færi í leiknum
Úlfur: Þeir eru miklir svampar
Reynir Haralds: Við hlógum að því
„Markmiðið er að komast í umspil og fara upp“
Bestur í Mjólkurbikarnum: Töfrar gegn einu besta liði landsins
Haraldur Einar: Hefði ekkert verið hrikalegt að vera áfram í FH
Gaman að vera hluti af sérstökum díl í íslenskri knattspyrnu
Súrsæt tilfinning eftir sigur - „Getum betur og eigum að gera betur“
Varð aldrei stressaður - „Leikurinn gat farið hvernig sem er“
Hetja Garðbæinga: Þetta var helvíti laust en inn fór hann
Rúnar Páll kaldhæðinn: Ég fæ alltaf spjald - Elska þessa nýju línu
Rúnar: Viktor er markaskorari af guðs náð
Arnar: Erum búnir að misstíga okkur í tvígang og gerum það aftur hér
Gregg Ryder svekktur: Guy þarf að vera ofarlega á vellinum
Dóri skýtur á fyrrum lærisvein: Fannst Wöhlerinn dýfa sér
Leið eins og í Keanu Reeves mynd - „Serbinn þarf bara aðeins að róa sig“
Axel urðaði yfir Patrik - „Bara ástríða"
Damir: Ekki sama þegar einhver er að meiða liðsfélaga minn viljandi
Aron Elís um vítaspyrnudóminn: Hann rænir upplögðu marktækifæri og það er bara rautt spjald
Haddi: Við eigum mögulega að fá 2-3 víti
   lau 18. júlí 2020 19:28
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Gary gagnrýnir bæði dómaratríóið og upplegg Þórsara harkalega
Lengjudeildin
Gary var ekkert alltof sáttur í leikslok en tók við stiginu.
Gary var ekkert alltof sáttur í leikslok en tók við stiginu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er gott stig, við vildum fá þrjú en við tökum stigið," sagði Gary Martin, leikmaður ÍBV, eftir jafntefli við Þór.

Lestu um leikinn: Þór 1 -  1 ÍBV

Gagnrýnir upplegg Þórsara
„Þeir spiluðu 5-4-1 (leikkerfið) á heimavelli sem er algjörlega hryllilegt. Þeir fengu eitt færi í fyrri hálfleik en gerðu annars ekkert. Þeir brutu endalaust allan leikinn og því tökum við stigið og förum heim með það," bætti Gary við. Fréttaritari spurði Gary nánar út í þessa gagnrýni á upplegg Þórsara.

„Hvernig geturu spilað 5-4-1 á heimavelli? Sumir segja að við spilum með fimm en við gerum það ekki. Við spilum 3-4-3. Þeir leggja upp með að ná í eitt stig á heimavelli sem er svívirðilegt og það sem þeir gerðu án bolta er brandari. Þú sérð hvað það voru mörg höfuðmeiðsli, það voru olnbogar á lofti."

Ósáttur með dómara leiksins
„Alltaf þegar ég tók á sprett þá var brotið á mér og dómarinn hlýtur að hafa verið með sólgleraugu því hann virtist ekki sjá neitt. Svona er þetta og vonandi fáum við ekki þennan dómara aftur."

Gary var spurður seinna í viðtalinu út í línuna í leiknum en Gary kvartaði mikið yfir því að Þórsararnir fengju að brjóta á sér án þess að dæmt væri á þá.

„Þetta er brandari. Þeir voru með einhverjar athugasemdir í fyrri hálflleik um að brot væri dæmt því að ég væri að biðja um þau. Dómarinn gaf mér ekkert og línuverðirnir eru með flögg sem þeir kusu að veifa ekki. Einu flöggin sem hreyfðust voru á hornfánunum. Um leið og Þórsari biður um eitthvað fara flöggin á loft og þeir veifa þeim eins og þau væru glæný. Þessir dómarar voru hryllilegir."

Gary fékk að líta gula spjaldið undir lok leiks. Hver vegna var það?

„Ég spurði dómarinn spurningar. Ég held ég hafi spurt hann hvort línuvörðurinn ætlaði sér ekki að nota flaggið sitt og svo fæ ég gult spjald. Þetta er brandari. Ég var leiðinlegur við línuvörðinn líklegast allan leikinn og því var hann líklega búinn að fá nóg af því en þetta er brandari, viljið þið vinsamlegast nota flöggin ykkar og vinsamlegast flautaðu í flautuna," sagði Gary.

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner