Liverpool og Man Utd á eftir Simons - Sancho áfram hjá Chelsea - Real Madrid hefur áhuga á Rodri
Donni: Sigurmarkið var bara óvart
Sigurmarkið ekki „kúla beint í skeytin" - „Skot eins og Bríet segir örugglega sjálf"
Kristinn Aron: KR mikið betra en fyrir ári síðan
Óskar Hrafn: Framtíðin er sannarlega björt í Vesturbænum
Heimir: Þá missti hann bara tökin á leiknum
Már Ægis: Miklu betra að vera hérna heima
Rúnar: Helvítið hann Kristján Finnbogason þekkir allar vítaskyttur á landinu
Siggi Höskulds: Einhver mesti markaskorari sem ég hef séð í yngri flokkum
Fjórir leikmenn ÍR í páskafríi erlendis - „Með algjöru leyfi frá okkur"
Peter Jones með sitt fyrsta meistaraflokksmark: Þetta kemur ekki frá pabba
Halli Hróðmars: Mjög svekktur að hafa ekki getað spilað í Grindavík í dag
Adam Páls: Maður þarf að þroskast líka sem persóna
Alexander Rafn: Geðveikt að fá að læra af þessum leikmönnum
Eggert Gunnþór: Ríkjandi bikarmeistarar og við vissum alltaf að þetta yrði erfitt
Keppni sem okkur þykir vænt um - „Stefnum bara á Laugardalsvöll"
Jakob Gunnar skoraði gegn gömlu félögunum - „Skrítið en mjög skemmtilegt"
Hallgrímur Mar um innkomu Römer: Eins gott og það gat verið
Viktor Elmar: Er flottur leikmaður, þó ég segi sjálfur frá
Gunnar Már um fyrstu mánuðina: Þetta hefur verið brekka
Dóri Árna um Damir: Innan við eitt prósent líkur á því
   lau 18. júlí 2020 19:28
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Gary gagnrýnir bæði dómaratríóið og upplegg Þórsara harkalega
Lengjudeildin
Gary var ekkert alltof sáttur í leikslok en tók við stiginu.
Gary var ekkert alltof sáttur í leikslok en tók við stiginu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er gott stig, við vildum fá þrjú en við tökum stigið," sagði Gary Martin, leikmaður ÍBV, eftir jafntefli við Þór.

Lestu um leikinn: Þór 1 -  1 ÍBV

Gagnrýnir upplegg Þórsara
„Þeir spiluðu 5-4-1 (leikkerfið) á heimavelli sem er algjörlega hryllilegt. Þeir fengu eitt færi í fyrri hálfleik en gerðu annars ekkert. Þeir brutu endalaust allan leikinn og því tökum við stigið og förum heim með það," bætti Gary við. Fréttaritari spurði Gary nánar út í þessa gagnrýni á upplegg Þórsara.

„Hvernig geturu spilað 5-4-1 á heimavelli? Sumir segja að við spilum með fimm en við gerum það ekki. Við spilum 3-4-3. Þeir leggja upp með að ná í eitt stig á heimavelli sem er svívirðilegt og það sem þeir gerðu án bolta er brandari. Þú sérð hvað það voru mörg höfuðmeiðsli, það voru olnbogar á lofti."

Ósáttur með dómara leiksins
„Alltaf þegar ég tók á sprett þá var brotið á mér og dómarinn hlýtur að hafa verið með sólgleraugu því hann virtist ekki sjá neitt. Svona er þetta og vonandi fáum við ekki þennan dómara aftur."

Gary var spurður seinna í viðtalinu út í línuna í leiknum en Gary kvartaði mikið yfir því að Þórsararnir fengju að brjóta á sér án þess að dæmt væri á þá.

„Þetta er brandari. Þeir voru með einhverjar athugasemdir í fyrri hálflleik um að brot væri dæmt því að ég væri að biðja um þau. Dómarinn gaf mér ekkert og línuverðirnir eru með flögg sem þeir kusu að veifa ekki. Einu flöggin sem hreyfðust voru á hornfánunum. Um leið og Þórsari biður um eitthvað fara flöggin á loft og þeir veifa þeim eins og þau væru glæný. Þessir dómarar voru hryllilegir."

Gary fékk að líta gula spjaldið undir lok leiks. Hver vegna var það?

„Ég spurði dómarinn spurningar. Ég held ég hafi spurt hann hvort línuvörðurinn ætlaði sér ekki að nota flaggið sitt og svo fæ ég gult spjald. Þetta er brandari. Ég var leiðinlegur við línuvörðinn líklegast allan leikinn og því var hann líklega búinn að fá nóg af því en þetta er brandari, viljið þið vinsamlegast nota flöggin ykkar og vinsamlegast flautaðu í flautuna," sagði Gary.

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner