Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
   fim 18. júlí 2024 10:30
Brynjar Ingi Erluson
Adeyemi: Það er ekkert öruggt í þessu lífi
Mynd: Getty Images
Karim Adeyemi, leikmaður Borussia Dortmund í Þýskalandi, vill ekki útiloka það að hann sé á förum frá félaginu í sumar.

Þessi 22 ára gamli sóknarmaður er eftirsóttur af mörgum stærstu félögum Evrópu.

Chelsea, Juventus og Liverpool eru öll áhugasöm um hann, en hann hefur sérstaklega verið orðaður við Juventus þar sem Federico Chiesa gæti verið á förum.

Adeyemi, sem byrjaði hjá Dortmund í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu, segist ánægður hjá félaginu, en vildi þó ekki útiloka neitt.

„Ég get ekki sagt neitt um það. Ég er í Dortmund-treyju núna og er mjög ánægður með það, en það er ekkert öruggt í þessu lífi,“ sagði Adeyemi í viðtali við Ruhr Nachrichten.
Athugasemdir
banner