Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
banner
   fös 19. júlí 2024 06:00
Elvar Geir Magnússon
Í beinni - Dregið í 8-liða úrslit Fótbolti.net bikarsins
Leiðin á Laugardalsvöll.
Leiðin á Laugardalsvöll.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í hádeginu í dag föstudag verður dregið í 8-liða úrslit Fótbolti.net bikarsins, bikarkeppni neðri deilda.

Það var mikið fjör á miðvikudag þegar leikið var í 16-liða úrslitum. Spenna, dramatík, læti og ungir leikmenn að láta ljós sitt skína.

Hægt verður að fylgjast með drættinum hér á Fótbolta.net í beinni textalýsingu hér að neðan. 8-liða úrslitin verða leikin 6. ágúst, undanúrslitin 21. september og svo úrslitaleikurinn á Laugardalsvelli föstudagskvöldið 27. september.

2. deild: Selfoss, KFA, Haukar.

3. deild: Kári, Árbær, Augnablik, Vængir Júpiters.

4. deild: Tindastóll.
12:06
Þá er drættinum lokið
Ljóst er hvaða lið mætast í 8-liða úrslitum.

Eyða Breyta
12:05
SELFOSS - HAUKAR
Rosalegur leikur í 8-liða úrslitum!

Eyða Breyta
12:05
Selfoss fær heimaleik.

Eyða Breyta
12:05
AUGNABLIK - KFA


Eyða Breyta
12:04
Augnablik fær heimaleik

Eyða Breyta
12:04
VÆNGIR - ÁRBÆR


Eyða Breyta
12:03
Vængir Júpiters fá heimaleik.

Eyða Breyta
12:03
TINDASTÓLL - KÁRI
Leikur á Sauðárkróki. Káramenn fara á Krókinn.

Eyða Breyta
12:03
Fyrsta lið úr skálinni er....
Tindastóll

Eyða Breyta
12:02
Jæja byrjum að hræra......

Eyða Breyta
11:54
Kúlurnar eru komnar í pottinn
Um fimm mínútur í drátt.

Eyða Breyta
11:17
Þessir sjá um að draga
Guðlaugur Gunnarsson sér um að draga fyrir hönd KSÍ en Sá lærði, Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson, dregur fyrir hönd Fótbolta.net. Gummi hyggst fá að draga heimaliðin og vonandi nær hann samkomulagi við Gulla um það.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð



Eyða Breyta
Athugasemdir
banner
banner
banner