Breiðablik, Stjarnan og Valur eiga öll leiki í 1. umferð í forkeppni Sambandsdeildar Evrópu í dag.
Valur og Vlaaznia frá Albaníu gerðu 2-2 jafntefli í fyrri leiknum á Hlíðarenda en liðin mætast að þessu sinni á Loro Borici-leikvanginum í Skhoder.
Stjarnan heimsækir Linfield til Norður-Írland. Stjörnumenn unnu fyrri leikinn 2-0 en seinni leikurinn fer spilaður á Windsor Park í Belfast.
Breiðablik fær þá Tikves í heimsókn á Kópavogsvöll klukkan 19:15, en Blikar þurfa að svara fyrir 3-2 tapið í Norður-Makedóníu.
Leikir dagsins:
18:30 Vllaznia-Valur (Loro Borici Stadium)
18:45 Linfield-Stjarnan (Windsor Park)
19:15 Breiðablik-GFK Tikves (Kópavogsvöllur)
Athugasemdir