Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 18. ágúst 2019 11:30
Ívan Guðjón Baldursson
Nokkur met voru slegin um helgina
Mynd: Getty Images
Það eru nokkrar áhugaverðar staðreyndir sem fóru framhjá fólki eftir fyrri part helgarinnar.

Oleksandr Zinchenko var í byrjunarliði Man City sem gerði 2-2 jafntefli við Tottenham í gær. Þetta var fyrsti úrvalsdeildarleikurinn sem Zinchenko mistekst að vinna á ferlinum eftir 23 sigra í röð.

Jack Grealish bætti öfugt met en hann tapaði sínum tuttugasta úrvalsdeildarleik í röð er Aston Villa beið lægri hlutar fyrir Bournemouth. Grealish tapaði fyrstu 18 leikjunum 2015 og 2016.

Arsenal er þá búið að vinna tvo fyrstu leiki tímabilsins í fyrsta sinn síðan 2009. Lærisveinar Unai Emery höfðu betur gegn Newcastle í fyrstu umferð og gegn Burnley í gær.

Á Spáni fór Real Madrid yfir Barcelona á stöðutöflunni í fyrsta sinn í tvö ár. Real var síðast yfir Barca þegar félagið vann deildina vorið 2017.

Aritz Aduriz varð þá annar leikmaðurinn í sögu La Liga til að skora 15 tímabil í röð. Hann gerði sögulegt sigurmark gegn Barcelona skömmu eftir innkomu sína á föstudaginn. Lionel Messi varð sá fyrsti til að skora 15 tímabil í röð í fyrra.

Í Frakklandi setti Jason Denayer nýtt met er Lyon vann 6-0 gegn Angers. Denayer átti þá 114 heppnaðar sendingar af 114. Hann er fyrsti leikmaðurinn til að afreka 100% sendingahlutfall á svona mörgum sendingum síðan mælingar hófust fyrir þrettán árum.
Athugasemdir
banner
banner