banner
   fim 18. ágúst 2022 11:02
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Meistaradeild kvenna: Hintzen og Speckmaier skutu Val áfram
Cyera kom Valskonum yfir í leiknum
Cyera kom Valskonum yfir í leiknum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valur 2 - 0 Hayasa
1-0 Cyera Makenzie Hintzen ('14)
2-0 Mariana Sofía Speckmaier ('90 , víti)
Lestu um leikinn

Valskonur eru komnar áfram í úrslitaleik fyrstu umferðar Meistaradeildarinnar eftir sigur á armenska liðinu Hayasa nú í morgun. Seinna í dag kemur í ljós hvort að Valur mæti Pomurje frá Slóveníu eða Shelbourne frá Írlandi í úrslitaleik á sunnudag.

Valur var miklu betra liðið á vellinum í dag og komust Íslandsmeistararnir yfir með marki frá Cyeru Hintzen á 14. mínútu. Cyera átti skot eftir sendingu frá Ásdísi Karen Halldórsdótttur sem markvörður armenska liðsins réði ekki við.

Valskonur náðu ekki að innsigla sigurinn fyrr en í lok venjulegs leiktíma þegar Mariana Sofía Speckmaier skoraði úr vítaspyrnu eftir að boltinn hafði farið í hönd leikmanns Hayasa.

Seinna í dag, klukkan 16:00, mætir Breiðablik liði Rosenborg á sama stigi keppninnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner