fim 18. ágúst 2022 17:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Zanka verður annað tímabil hjá Brentford
Mynd: EPA
Brentford hefur endursamið við danska miðvörðinn Mathias Jörgensen og er hann nú samningsbundinn félaginu út tímabilið sem er nýhafið.

Fyrri samningur hans rann út 1. júlí en Zanka, eins og hann er ofast kallaður, hefur samþykkt nýjan samning. Zanka er 32 ára gamall og kom frá Fenerbahce síðasta sumar. Hann á að baki 35 leiki fyrir danska landsliðið.

Brentford vildi halda honum innan sinna raðar þrátt fyrir að hafa fengið Ben Mee frá Burnley í sumar. Brentford vill hafa breidd í hjarta varnarinnar og Zanka hjálpar til við það.

Brentford er nú sagt leita að sóknarmanni fyrir lok gluggans. Félagið var með augastað á Mykhalo Mudryk hjá Shakhtar Donetsk en úkraínska félagið vill ekki selja. Kevin Schade hjá Freiburg er þá áfram á lista.

Brentford er með fjögur stig eftir tvær umferðir í úrvalsdeildinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner