Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 18. september 2019 21:08
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Pepsi Max-deildin: Fylkir hafði betur gegn bikarmeisturunum
Fylkismenn fagna marki í sumar.
Fylkismenn fagna marki í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Helgi Valur skoraði annað mark Fylkis.
Helgi Valur skoraði annað mark Fylkis.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fylkir 2 - 1 Víkingur R.
1-0 Hákon Ingi Jónsson ('10 )
1-1 Óttar Magnús Karlsson ('56 )
2-1 Helgi Valur Daníelsson ('86 )
Lestu nánar um leikinn

Nýkrýndir bikarmeistarar Víkings heimsóttu Fylki í seinni leik dagsins í Pepsi Max-deildinni.

Heimamenn í Fylki komust yfir eftir tíu mínútur þegar Hákon Ingi Jónsson skoraði. „Við erum komnir með mark og það af dýrari gerðinni. Castillion gerir vel í að bera boltann upp miðjan völlinn, leggur út til vinstri á Daða sem á fasta sendingu inn í teiginn þar sem Hákon kemur á fullri ferð og sneiðir boltann í fjær," skrifaði Magnús Þór Jónsson í beinni textalýsingu.

Fylkir leiddi sanngjarnt í hálfleik. Snemma í seinni hálfleiknum jafnaði Víkingur hins vegar og var það Óttar Magnús Karlsson sem skoraði. Líklega ekki hans fallegasta mark á ferlinum.

„Aukaspyrna frá hægri og Stefán kýlir hann frá en nær ekki miklum krafti með Víking í sér, Viktor teygir sig til að skjóta og hittir ekki boltann, Óttar teygir sig í boltann sem skoppar að marki, svo virtist sem Fylkismenn hefðu bjargað á línu en Gunnar aðstoðardómari handviss og dæmir mark.Sennilega að gera tilkall til þess ljótasta í sumar," skrifaði Magnús þegar Óttar skoraði.

Víkingarnir voru ákafir í seinni hálfleiknum, en þeir fara ekki glaðari heim því Fylkir skoraði og komst yfir á 86. mínútu. Reynsluboltinn Helgi Valur Daníelsson skoraði það eftir hornspyrnu.

Varamaðurinn Emil Ásmundsson gerði þriðja mark Fylkis í uppbótartíma og bikarmeistararnir sigraðir.

Lokatölur í Árbænum 3-1 fyrir Fylki sem fara upp í fimmta sæti með 28 stig. Þeir eiga tæknilega séð enn möguleika á Evrópusæti, eru sex stigum frá FH í þriðja sæti. Víkingur er í níunda sæti með 25 stig og getur tæknilega séð enn fallið úr deildinni, eru sex stigum frá Grindavík í 11. sæti.

Með þessum leik kláraðist 20. umferð Pepsi Max-deildarinnar.

Sjá einnig:
FH 6 - 4 ÍBV (textalýsing)


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner