Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 18. september 2020 18:57
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
3. deild: Tíu marka veisla í Sandgerði
Haust-Hörður jafnaði undir lok leiks.
Haust-Hörður jafnaði undir lok leiks.
Mynd: Aðsend
Reynir S. 5 - 5 Tindastóll
0-1 Sewa Bockarie Marah ('12)
0-2 Konráð Freyr Sigurðsson ('16)
1-2 Elton Barros ('24)
2-2 Magnús Sverrir Þorsteinsson ('39)
3-2 Elton Barros ('49)
4-2 Guðmundur Gísli Gunnarsson ('54)
4-3 Luke Rae ('61)
4-4 Arnar Ólafsson ('68)
4-5 Arnór Guðjónsson ('89)
5-5 Hörður Sveinsson ('90)

Það var einn leikur á dagskrá í 3. deildinni í kvöld. Reynir Sandgerði tók á móti Tindastóli á BLUE-vellinum.

Leikurinn var ansi fjörugur og sveiflukenndur. Gestirnir komust í 0-2 snemma leiks en heimamenn svöruðu með fjórum mörkum og komust í 4-2 á 54. mínútu.

Gestirnir frá Sauðárkróki gáfust ekki upp og náðu á næstu 35 mínútunum að snúa leiknum sér í vil og skora þrjú mörk, staðan 4-5 fyrir gestina.

Á lokamínútu leiksins jafnaði svo reynsluboltinn Hörður Sveinsson leikinn og endaði leikurinn 5-5, bæði lið fá eitt stig.

Reynir er í 2. sæti deildarinnar með ellefu stiga forskot á KFG, Augnablik og Tindastól. KFG og Augnablik geta minnkað bilið því þau eiga leik til góða. Staðan er þó ansi vænleg fyrir Reynismenn upp á sæti í 2. deild að ári. Markarskorara leiksins má sjá hér efst í fréttinni.

Markaskorarar af urslit.net
Athugasemdir
banner
banner
banner