Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 18. september 2020 17:00
Magnús Már Einarsson
Í fimm leikja bann fyrir að ráðast á stuðningsmann
Mynd: Getty Images
Toni Leistner, varnarmaður Hamburg, hefur verið úrskurðaður í fimm leikja bann eftir að hafa rokið upp í stúku og ráðist á stuðningsmann Dynamo Dresden eftir leik liðanna í þýska bikarnum í vikunni.

Tveir af leikjunum eru skilorðsbundnir fram á næsta ár en Leistner var einnig sektaður um 8000 evrur.

„Ég fékk móðganir úr stúkunni í heimabæ mínum eftir leikinn. Vanalega get ég höndlað það en þetta var fyrir neðan beltisstað og þessu var beint að fjölskyldu minni, eiginkonu og dóttur. Ég var sérstaklega reiður eftir tilfinningaþrunginn leik fyrir mig," sagði Leistner.

„Svona á ekki að gerast. Ég er fjölskyldumaður og vil vera fyrirmynd. Ég biðst afsökunar á hegðun minni og lofa því - sama hvað verður sagt við mig - að svona gerist ekki aftur."

Athugasemdir
banner
banner
banner