Kevin De Bruyne og Varane til Saudi Arabíu - Solanke til West Ham - Chelsea vill Ramsdale frá Arsenal
   sun 18. september 2022 13:35
Ívan Guðjón Baldursson
Myndband: Todibo rekinn útaf eftir níu sekúndur
Mynd: Getty Images

Það átti nokkuð ótrúlegt atvik sér stað í viðureign Nice og Angers sem er í gangi þessa stundina í efstu deild franska boltans.


Franska varnarmanninum Jean-Clair Todibo tókst að næla sér í það sem hlýtur að vera sneggsta rauða spjald í sögu sterkustu deilda Evrópu þegar hann var rekinn af velli eftir níu sekúndur.

Todibo braut af sér og mat dómarinn atvikið sem svo að hann hafi verið aftasti varnarmaður að ræna upplögðu marktækifæri.

Einhverjir dómarar hefðu sleppt Todibo með gult spjald en Bastien Dechepy dómari leiksins vildi komast í sögubækurnar.

Sjáðu atvikið


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner