mán 18. september 2023 16:15
Elvar Geir Magnússon
Svona gekk spáin í 2. deild - Dalvík/Reynir kom mest á óvart en Sindri mestu vonbrigðin
Dalvík/Reynir.
Dalvík/Reynir.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Fyrir mót kynnti Fótbolti.net spá þjálfara fyrir 2. deildina.

Dalvík/Reynir vann deildina eftir að hafa verið spáð 7. sæti, eins og frægt er. ÍR var spáð upp og náði markmiði sínu en KFA sem var spáð 2. sæti situr eftir með sárt ennið.

Sindri olli mestum vonbrigðum miðað við spá, liðinu var spáð fimmta sæti en endaði á því að falla.

Lokastaðan í deildinni:
1. Dalvík/Reynir (spáð 7. sæti) | +6
2. ÍR (spáð 1. sæti) | -1
3. KFA (spáð 2. sæti) | -1
4. Þróttur Vogum (spáð 3. sæti) | -1
5. Víkingur Ólafsvík (spáð 9. sæti) | +4
6. Höttur/Huginn (spáð 6. sæti) | 0
7. Haukar (spáð 4. sæti) | -3
8. KFG (spáð 12. sæti) | +4
9. Völsungur (spáð 8. sæti) | -1
10. KF (spáð 11. sæti) | +1
11. Sindri (spáð 5. sæti) | -6
12. KV (spáð 10. sæti) | -2
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir