Chelsea tilbúið að losa Mudryk - Zubimendi sér eftir því að hafa hafnað Liverpool
banner
   mið 18. september 2024 18:05
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Byrjunarliðin í Meistaradeildinni: Fjórar breytingar hjá Guardiola
Rodri byrjar
Rodri byrjar
Mynd: EPA

Pep Guardiola gerir fjórar breytingar á liði Man City frá því liðið lagði Brentford um síðustu helgi en liðið mætir Inter á heimavelli í Meistaradeildinni í kvöld.


Ruben Dias, Josko Gvardiol, Rodri og Bernardo Silva koma allir inn í liðið. Kyle Walker, John Stones, Ilkay Gundogan og Mateo Kovacic fá sér sæti á bekknum.

Leikmenn á borð við Hakan Calhanoglu, Mehdi Taremi og Marcus Thuram eru í liði Inter en Lautaro Martinez er á bekknum.

PSG fær Girona í heimsókn en þar eru leikmenn á borð við Randal Kolo Muani og Milan Skriniar á bekknum. Þá er markvörðurinn Gianluigi Donnarumma ekki í hóp og Matvey Safonov spilar sinn fyrsta leik fyrir félagið. Donny van de Beek er meðal leikmanna í byrjunarliði Girona.

Man City: Ederson, Lewis, Akanji, Dias, Gvardiol, Rodrigo, De Bruyne, Bernardo, Savinho, Grealish, Haaland.

Inter: Sommer, Bisseck, Acerbi, Bastoni, Darmian, Barella, Calhanoglu, Zielinski, Augusto, Taremi, Thuram.


PSG: M Safonov, A Hakimi, Marquinhos (c), W Pacho, N Mendes, W Zaire-Emery, Vintinha, F Ruiz, O Dembélé, M Asensio, B Barcola.

Girona: Gazzaniga, A Martinez, David López, L Krejci, M Gutiérrez, I Martín, O Romeu, D van de Beek, V Tsygankov, B Gil Salvatierra, C Stuani (c)


Athugasemdir
banner
banner
banner