RB Salzburg lenti í miklum vandræðum þegar liðið tapaði gegn Sparta Prag á útivelli í fyrstu umferð Meistaradeildarinnar í kvöld.
Kaen Kairinen kom Sparta Prag yfir snemma leiks og undir lok fyrri hálfleiks var staðan orðin 2-0. Löng sending innfyrir vörn Salzburg og Victor Olatunji fékk nóg pláss til að athafna sig og skoraði.
Eftir klukkutíma leik náði Sparta Prag boltanum eftir vandræðagang í uppspili Salzburg og Qazim Laci batt endahnútinn á sóknina og innsiglaði sigur Sparta Prag.
Bologna og Shakhtar Donetsk mættust á Ítalíu en Shakhtar fékk tækifæri til að komast yfir snemma leiks en Gergiy Sudakov lét Lukasz Skorupski verja víti frá sér.
Bologna 0 - 0 Shakhtar D
0-0 Georgiy Sudakov ('4 , Misnotað víti)
Sparta Praha 3 - 0 Salzburg
1-0 Kaan Kairinen ('2 )
2-0 Victor Olatunji ('42 )
3-0 Qazim Laci ('58 )