Forest hafnar öllum tilboðum í Anderson sem er á óskalista Man Utd - Tottenham vill fá Samu Aghehowa
   sun 18. október 2020 05:55
Victor Pálsson
England í dag - Spilar Bale sinn fyrsta leik?
Það eru alls fjórir leikir á dagskrá í ensku úrvalsdeildinni í dag en eftir fjörugan gærdag þá heldur veislan áfram.

Fyrsta viðureign dagsins hefst klukkan 11:00 þegar Sheffield United tekur á móti nýliðum Fulham á Bramall Lane.

Sheffield hefur byrjað illa ásamt Fulham en bæði lið eru án stiga eftir fyrstu fjórar umferðirnar.

Eftir þá viðureign hefst leikur Crystal Palace og Brighton og í kjölfarið grannaslagur Tottenham og West Ham sem fer fram á heimavelli þess fyrrnefnda.

Gareth Bale gæti spilað sinn fyrsta leik fyrir Tottenham en hann er allur að koma til eftir meiðsli. Bale gekk í raðir Tottenham frá Real Madrid á láni í sumar.

Leikdeginum lýkur svo með leik Leicester og Aston Villa en Villa hefur hingað til unnið alla leiki sína til þessa.

sunnudagur, 18. október

Leikir dagsins:
11:00 Sheffield United - Fulham (Síminn Sport)
13:00 Crystal Palace - Brighton (Síminn Sport)
15:30 Tottenham - West Ham (Síminn Sport)
18:15 Leicester - Aston Villa (Síminn Sport)

Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 12 9 2 1 24 6 +18 29
2 Chelsea 12 7 2 3 23 11 +12 23
3 Man City 12 7 1 4 24 10 +14 22
4 Aston Villa 12 6 3 3 15 11 +4 21
5 Crystal Palace 12 5 5 2 16 9 +7 20
6 Brighton 12 5 4 3 19 16 +3 19
7 Sunderland 12 5 4 3 14 11 +3 19
8 Bournemouth 12 5 4 3 19 20 -1 19
9 Tottenham 12 5 3 4 20 14 +6 18
10 Man Utd 12 5 3 4 19 19 0 18
11 Everton 12 5 3 4 13 13 0 18
12 Liverpool 12 6 0 6 18 20 -2 18
13 Brentford 12 5 1 6 18 19 -1 16
14 Newcastle 12 4 3 5 13 15 -2 15
15 Fulham 12 4 2 6 13 16 -3 14
16 Nott. Forest 12 3 3 6 13 20 -7 12
17 West Ham 12 3 2 7 15 25 -10 11
18 Leeds 12 3 2 7 11 22 -11 11
19 Burnley 12 3 1 8 14 24 -10 10
20 Wolves 12 0 2 10 7 27 -20 2
Athugasemdir
banner
banner
banner