Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 18. október 2022 13:13
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Meiðsli Jota alvarleg - Ljóst að hann missir af HM
Jota fær faðmlag.
Jota fær faðmlag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Meiðsli Diogo Jota eru það alvarleg að hann kemur til með að missa af HM í Katar.

Þetta kom fram hjá A Bola sem er einn stærsti íþróttamiðillinn í Portúgal. Í dag staðfesti svo Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, fréttirnar.

Jota var borinn af velli þegar Liverpool vann 1-0 sigur gegn Manchester City í stórleik í ensku úrvalsdeildinni núna um helgina. Meiðslin eru það alvarleg að hann getur ekki leikið með Portúgal á HM í Katar.

„Hann fann fyrir miklum sársauka í þessu augnabliki og það veit aldrei á gott þegar Diogo liggur í grasinu. Nú hafa þessi vondu tíðindi verið staðfest. Þetta eru frekar alvarleg meiðsli og sorgarfréttir fyrir strákinn, okkur og Portúgal," sagði Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, eftir leikinn gegn City.

Þetta er svekkjandi fyrir leikmanninn sjálfan og auðvitað fyrir portúgalska landsliðið líka. Hann kemur til með að missa af næsta mánuðinum með Liverpool sem er vont fyrir félagið.

Jota er búinn að leika 29 A-landsleiki fyrir Portúgal og hefur hann skorað í þeim tíu mörk.
Athugasemdir
banner
banner