Davíð Ingvarsson, vinstri bakvörður Breiðabliks, hefur samkvæmt heimildum Fótbolta.net framlengt samning sinn við félagið út árið.
Samningur hans átti að renna út 16. október en tímabili Breiðabliks er ekki lokið þar sem liðið tekur þátt í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar.
Samningur hans átti að renna út 16. október en tímabili Breiðabliks er ekki lokið þar sem liðið tekur þátt í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar.
Breiðablik á fjóra leiki eftir í riðlinum og er næsti leikur liðsins gegn Gent á útivelli eftir rúma viku.
Davíð er 24 ára og hefur verið hjá Breiðabliki síðan 2015 þegar hann kom frá FH. Hann hefur í meistaraflokki einnig leikið með Haukum, var þar á láni fyrri hluta tímabilsins 2018.
Davíð byrjaði fjórtán leiki í Bestu deildinni í sumar, tvo bikarleiki og til þessa þrjá Evrópuleiki.
Hann hefur verið orðaður við Val, KR og tékkneska félagið Ceske Budejovice að undanförnu.
17.09.2023 11:49
Davíð Ingvars í tékknesku úrvalsdeildina?
Athugasemdir