Man Utd líklegast að fá Olise - Man Utd til í að hlusta á tilboð í Rashford - Juve leiðir kapphlaupið um Greenwood
   sun 18. nóvember 2018 12:36
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
McAusland má ræða við önnur félög - Stefnir á Pepsi
Marc McAusland.
Marc McAusland.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Skoski varnarmaðurinn Marc McAusland, sem hefur fyrirliði Keflavíkur undanfarin tímabil, hefur fengið leyfi til að ræða við önnur félög. Þetta staðfestir hann við Fótbolta.net. Hann stefnir á að komast að hjá liði í Pepsi-deildinni.

McAusland sem kom til Íslands fyrir sumarið 2016 spilaði 19 leiki í Pepsi-deildinni síðasta sumar.

„Ég fór á fund með félaginu og við komumst að samkomulagi um að finna félag í Pepsi-deildinni til að taka við samningi mínum," sagði McAusland við Fótbolta.net.

„Ég er leikmaður Keflavíkur þangað til nýtt félag finnst og mun ég halda áfram að æfa með liðinu."

„Ég er með samning til 2019 en við ákváðum að ef félag í Pepsi-deildinni hefði áhuga þá gæti ég fengið að ræða við það félag."

Eysteinn Húni Hauksson, þjálfari Keflvíkinga, sagði í samtali við Fótbolta.net í liðinni viku að McAusland yrði áfram hjá Keflavík en hlutirnir eru fljótir að gerast í fótboltanum.

Keflavík féll úr Pepsi-deildinni á liðnu sumri en nokkrir leikmenn eru á förum, eins og mögulega McAusland. Dönsku sóknarmennirnir Jeppe Hansen og Lasse Rise eru að fara og þá er Juraj Grizelj farinn. Marko Nikolic verður ólíklega áfram.

Sjá einnig:
Danirnir fara frá Keflavík - „Þeir ungu gætu ekki verið á betri stað"
Athugasemdir
banner