Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mán 18. nóvember 2019 09:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Pique: Er sá sem ég er í dag út af Man Utd
Mynd: Getty Images
Gerard Pique, miðvörður Barcelona á Spáni, segir að fjögurra ára dvöl sín hjá Manchester United hafi gert sig að þeirri manneskju og þeim leikmanni sem hann er núna.

Pique fór úr akademíu Barcelona 17 ára gamall og gekk í raðir Manchester United. Hann spilaði aðeins 13 leiki aðallið Rauðu djöflanna áður en hann fór aftur til Barcelona. Hann hefur verið í lykilhlutverki hjá Börsungum síðan þá.

Þrátt fyrir að hafa ekki mikið spilað fyrir aðallið United, þá lærði hann mikið þar.

„Það var erfitt að yfirgefa vini mína," sagði Pique við Observer. „Á sama tíma var þetta frábær reynsla fyrir mig."

„Ég þroskaðist mikið. Ég er sá sem ég er í dag vegna þess að ég fór til Manchester United, jafnvel þó svo að ég hafi ekki spilað eins mikið og ég vildi gera."

„Í minni stöðu voru tveir miðverðir (Rio Ferdinand og Nemanja Vidic) sem voru á meðal þriggja bestu miðvarða í heimi."

„Það hefur verið mjög ánægjulegt fyrir mig að eiga þann feril sem ég hef átt hér heima."

Pique, sem er 32 ára, hefur unnið allt sem hægt er að vinna í fótboltanum með Barcelona og spænska landsliðinu.
Athugasemdir
banner
banner