banner
   mið 18. nóvember 2020 19:16
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Freysi: Hannes kemur inn á í hálfleik - Kveðjuleikur?
Icelandair
Hannes fagnar gegn Rúmeníu fyrir mánuði síðan.
Hannes fagnar gegn Rúmeníu fyrir mánuði síðan.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Freyr Alexandersson, aðstoðarlandsliðsþjálfari, staðfesti í samtali við Stöð 2 Sport að Hannes Þór Halldórsson myndi koma inn á í hálfleik fyrir Ögmund Kristinsson.

Freyr sagði að ákvörðun hefði verið tekin eftir leikinn gegn Ungverjum að allir þrír markverðir liðsins myndu taka þátt í landsleikjunum í þessum glugga.

Freyr var spurður af Henry Birgi Gunanrssyni hvort þetta væri mögulega kveðjuleikur Hannesar með lansliðinu.

Freyr sagðist ekki getað svarað þeirri spurningu en sagði að Hannes væri að jafna árangur yfir flesta landsleiki hjá markverði í íslenka landsliðsbúningnum. Hannes á að baki 73 landsleiki, Birkir Kristinsson lék á sínum tíma 74 landsleiki og var fyrir kvöldið í kvöld sá markvörður sem hefur leikið flesta landsleiki fyrir íslenska karlalandsliðið.

Spurningin er því, er þetta lokaleikur Hannesar með íslenska landsliðinu?
Athugasemdir
banner
banner
banner