Arsenal ræðir við Palace um Eze - Mateta hitti Liverpool - McAtee skoðar aðstæður í Frankfurt
   mið 18. nóvember 2020 17:00
Elvar Geir Magnússon
Hjörtur Logi áfram með FH
Hjörtur Logi Valgarðsson.
Hjörtur Logi Valgarðsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Bakvörðurinn reynslumikli Hjörtur Logi Valgarðsson hefur skrifað undir nýjan samning við FH sem mun gilda út komandi tímabil 2021.

„Hjörtur Logi er uppalinn FH-ingur sem tók sín fyrstu skref hér í krikanum sumarið 2006, síðan þá hefur hlutverkið bara stækkað," segir í tilkynningu FH.

„Við FH-ingar óskum Loga innilega til hamingju með nýjan samning og bindum miklar vonir til hans inná vellinum á komandi tímabili. Áfram FH."

Hjörtur Logi er 32 ára og kom aftur til FH fyrir sumarið 2018. Hann hafði þá leikið sex ár í atvinnumennsku, hjá Gautaborg, Sogndal og Örebro.

Hjörtur Logi endaði í öðru sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar.
Athugasemdir
banner
banner
banner