Man Utd skoðar það að fá Tuchel - Postecoglou fær fjármagn í sumar - Greenwood eftirstóttur á Englandi
   mið 18. nóvember 2020 19:54
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ray Clemence minnst á Wembley
Icelandair
Fyrir leik
Fyrir leik
Mynd: Getty Images
Fyrir leik Englands og Íslands var stund þar sem minning Ray Clemence var heiðruð með klappi.

„Mínútu klapp til minningar um Ray Clemence, fyrrum landsliðsmarkvarðar Englands," skrifaði Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson í beinni textalýsingu frá Wembley.

Enska goðsögnin Ray Clemence lést á sunnudag eftir langa baráttu við veikindi. Hann varð 72 ára gamall. Clemence gerði garðinn frægan sem markvörður Liverpool og enska landsliðsins. Hann lék 61 landsleik fyrir England og vann ensku deildina fimm sinnum með Liverpool og Evrópubikarinn þrisvar.

Í kjölfarið á klappinu krupu leikmenn á kné til að sýna samstöðu í Black Lives Matter baráttunni. Fyrir lék lagði Jordan Pickford treyju merkt Clemence fyrir aftan mark sitt eins og má sjá á myndinni.

Íslenska liðið leikur með svört sorgarbönd til að votta Erik Hamren og fjölskyldu hans samúð í kjölfar andláts Per Hamren, föður Eriks.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner