Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 18. nóvember 2020 18:50
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Tómas segir Hamren hugsa meira um úrslitin en að byggja upp
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Byrjunarlið Íslands fyrir leikinn gegn Englandi var tilkynnt fyrir um hálftíma síðan. Það vekur athygli að enginn af þeim leikmönnum sem kallaðir voru inn í hópinn úr U21 árs landsliðshópnum eru í byrjunarliðinu.

Smelltu hér til að fara í beina textalýsingu frá Wembley

Þá vekur það furðu einhverja að Ögmundur Kristinsson verji mark Íslands. Íslenska liðið byrjar í 5-3-2 líkt og gegn Danmörku á sunnudag.

„Ögmundur Kristinsson byrjar í markinu á Wembley og fer Rúnar Alex Rúnarsson á bekkinn. Hjörtur Hermannsson og Kári Árnason koma inn í þriggja manna varnalínu og byrja með Sverri Inga Ingasyni. Kári er fyrirliði í kvöld."

„Rúnar Már Sigurjónsson og Guðlaugur Victor Pálsson koma þá inn á miðjuna. Birkir Bjarnason byrjar þriðja leikinn á stuttum tíma,"
segir í frétt um byrjunarlið íslenska liðsins.

„Skil ekki alveg pælinguna að láta Ögmund spila þennan leik. Hlakka til að heyra útskýringu Hamren," skrifar Elvar Geir Magnússon á Twitter.

Tómas Ingi Tómasson, sérfræðingur um Pepsi Max-deildina og fyrrum U21 landsliðsþjálfari, endurbirtir tíst Elvars og bætir við: „Ótrúlega margt sem kemur á óvart í leik sem virkilega er hægt að gefa mönnum séns. Greinilega hugsar meira um að passa úrslit frekar en að byggja upp. Kannski skiljanlegt en ekki fyrir mér. Langaði í meira djús."


Athugasemdir
banner
banner
banner