Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 18. nóvember 2020 13:17
Elvar Geir Magnússon
Ýjar að því að Solskjær kunni ekki að nota Pogba
Paul Pogba í landsleik með Frakklandi.
Paul Pogba í landsleik með Frakklandi.
Mynd: Getty Images
Didier Deschamps, landsliðsþjálfari Frakklands, ýjar að því að Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, kunni ekki að nota Paul Pogba og nái þess vegna ekki því besta út úr honum.

Pogba gengur erfiðlega að láta ljós sitt skína hjá United en leikur yfirleitt afskaplega vel fyrr franska landsliðið.

Deschamps hefur hrósað frammistöðu og gæðum Pogba.

„Sjáið bara hvað hann gat gert í Portúgal og það sem hann gerði í kvöld," segir Deschamps.

„Ég þekki hann og veit hvernig hann virkar. Hann hefur stolt og umfram allt annað gríðarlega hæfileika. Þegar hann þarf að verjast þá getur hann varist."

„Paul er leikmaður í efsta klassa og ég vonast til þess að það sem hann gerði með okkur muni hjálpa honum þegar hann snýr aftur í félagslið sitt."

Sjá einnig:
Pogba: Aldrei upplifað svona erfiðan kafla á ferli mínum
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner