fös 18. nóvember 2022 11:59
Elvar Geir Magnússon
Svona vilja Robson og Sutton sjá byrjunarlið enska landsliðsins
Phil Foden á æfingu enska landsliðsins.
Phil Foden á æfingu enska landsliðsins.
Mynd: Getty Images
England hefur leik á HM í Katar á mánudag þegar liðið leikur gegn Íran. í tilefni þess þá stilltu þeir Bryan Robson og Chris Sutton upp byrjunarliði Englands eins og þeir vilja sjá það í leiknum.

„Ekki tapa fyrsta leiknum á stórmóti, það er regla. Það er mikilvægt að velja lið sem er vel samsstillt og menn þekkja hvorn annan út í gegn," segir Robson.

„Íran verður erfiður andstæðingur. Þeir eru vanari aðstæðum en England og verða vel skipulagðir undir Carlos Queiroz sem þekkir vel styrkleika og veikleika enska liðsins."

Phil Foden, Jack Grealish, Raheem Sterling og Harry Kane leiða sóknarleikinn hjá enska landsliðinu í byrjunarliðinu sem Robson setti saman.

Í byrjunarliði Sutton má meðal annars finna James Maddison en hann hefur hinsvegar ekki tekið þátt í æfingum enska landsliðsins í vikunni.

Báðir aðhyllast þeir fjögurra manna varnarlínu.

Byrjunarlið Robson (4-2-3-1): Pickford; Trippier, Stones, Maguire, Shaw; Rice, Bellingham; Grealish, Foden, Sterling; Kane

Byrjunarlið Sutton (4-2-3-1): Pickford; Trippier, Stones, Dier, Shaw; Rice, Bellingham; Foden, Maddison, Sterling; Kane

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner