Man Utd orðað við tvo leikmenn Sporting - Hvað verður um Neymar? - Fyrrum lærisveinn Slot orðaður við Liverpool - Nær Arsenal í Vlahovic?
Aron telur Hareide á réttri leið - „Væri klárlega til í að sjá Norðmanninn áfram“
Andri Lucas: Stundum er fótboltinn svona, hann er ekki alltaf fallegur
Gulli Victor: Ég mæti hingað og er fagmaður
Orri Steinn hrósar varamönnunum: Breyta leiknum
Jón Dagur: Hann getur verið erfiður stundum
Jói Berg: Við gerðum þetta oft áður fyrr
Hákon: Hlaut einhver af þeim að hafa verið rangstæður
Logi svekktur að missa af leiknum gegn Wales: Var spenntur
Gripið í eistun á Stefáni - „Skil þetta ekki"
Mikael Egill: Ég sá bara Orra fagna í smettið á þeim
Age hreinskilinn: Fótbolti er fyndin íþrótt
Ísak: Nýtti það að vera smá reiður
Guðlaugur Victor: Hefur verið smá erfitt fyrir mig persónulega
Andri Lucas: Geggjuð upplifun fyrir mig og mína fjölskyldu
Sverrir Ingi klár í slaginn: Við verðum ferskir á laugardaginn
Jói Berg á staðnum þar sem hann gifti sig - „Yndislegt að rifja upp góðar minningar“
Davíð Snorri: Hægt að grenja úti í horni en við hjálpumst að og leysum vandamálin
Virðist stutt í næsta skref Loga - „Það er góð spurning“
Mikael Egill: Eiginlega ólýsanlegt að spila í Serie A
Dagur elskar ævintýrin í MLS: Allt bensín var búið og maturinn líka
   mán 18. nóvember 2024 19:37
Elvar Geir Magnússon
Wales
Aron telur Hareide á réttri leið - „Væri klárlega til í að sjá Norðmanninn áfram“
Icelandair
Aron Guðmundsson.
Aron Guðmundsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Age Hareide, landsliðsþjálfari Íslands.
Age Hareide, landsliðsþjálfari Íslands.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það er mikil óvissa varðandi framtíð Age Hareide landsliðsþjálfara og jafnvel verið fullyrt að leikurinn gegn Wales á morgun verði hans síðasti leikur með stjórnartaumana hjá Íslandi.

Aron Guðmundsson, íþróttafréttamaður á Stöð 2, ræddi um komandi leik við Fótbolta.net í Wales í kvöld. Þar var meðal annars rætt um framtíð Hareide.

Veit ekkert hvað er í gangi bak við tjöldin
„Maður hefur alveg fundið skringilegt andrúmsloft, ég fann það þegar ég ræddi við hann á blaðamannafundinum eftir að hópurinn var tilkynntur. Mér fannst ég finna eitthvað öðruvísi andrúmsloft, það var tilfinningin. Það er mjög áhugaverður tími framundan og það er ekki mikið eftir af mánuðnum," segir Aron.

„Þegar maður spyr hann hvort hann hafi áhuga á að halda áfram þá kemur loðið svar. Maður veit í raun ekkert hvað er í gangi á bak við tjöldin en við verðum að fá svör við þessu."

Landsliðið alltaf að taka skref lengra
Hareide gæti endað á því að skila Íslandi í umspil um sæti í A-deild Þjóðadeildarinnar.

„Það yrði mjög góður mögulegur endir á þessu. Mér finnst þetta hafa verið á réttri leið undir stjórn Hareide. Það eru kannski ekki allir sammála því. Hann hefur gert mjög vel í ýmsum krefjandi aðstæðum. Mér persónulega finnst landsliðið alltaf vera að taka skref lengra. Mér finnst vera að koma betri mynd á þennan kjarna sem við treystum á í liðinu. Ég væri klárlega til í að sjá Norðmanninn áfram, engin spurning," segir Aron.
Athugasemdir
banner
banner