Barcelona vill fá Kane - Wharton efstur á lista Chelsea - Endrick lánaður til Lyon
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
   mán 18. nóvember 2024 19:37
Elvar Geir Magnússon
Wales
Aron telur Hareide á réttri leið - „Væri klárlega til í að sjá Norðmanninn áfram“
Icelandair
Aron Guðmundsson.
Aron Guðmundsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Age Hareide, landsliðsþjálfari Íslands.
Age Hareide, landsliðsþjálfari Íslands.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það er mikil óvissa varðandi framtíð Age Hareide landsliðsþjálfara og jafnvel verið fullyrt að leikurinn gegn Wales á morgun verði hans síðasti leikur með stjórnartaumana hjá Íslandi.

Aron Guðmundsson, íþróttafréttamaður á Stöð 2, ræddi um komandi leik við Fótbolta.net í Wales í kvöld. Þar var meðal annars rætt um framtíð Hareide.

Veit ekkert hvað er í gangi bak við tjöldin
„Maður hefur alveg fundið skringilegt andrúmsloft, ég fann það þegar ég ræddi við hann á blaðamannafundinum eftir að hópurinn var tilkynntur. Mér fannst ég finna eitthvað öðruvísi andrúmsloft, það var tilfinningin. Það er mjög áhugaverður tími framundan og það er ekki mikið eftir af mánuðnum," segir Aron.

„Þegar maður spyr hann hvort hann hafi áhuga á að halda áfram þá kemur loðið svar. Maður veit í raun ekkert hvað er í gangi á bak við tjöldin en við verðum að fá svör við þessu."

Landsliðið alltaf að taka skref lengra
Hareide gæti endað á því að skila Íslandi í umspil um sæti í A-deild Þjóðadeildarinnar.

„Það yrði mjög góður mögulegur endir á þessu. Mér finnst þetta hafa verið á réttri leið undir stjórn Hareide. Það eru kannski ekki allir sammála því. Hann hefur gert mjög vel í ýmsum krefjandi aðstæðum. Mér persónulega finnst landsliðið alltaf vera að taka skref lengra. Mér finnst vera að koma betri mynd á þennan kjarna sem við treystum á í liðinu. Ég væri klárlega til í að sjá Norðmanninn áfram, engin spurning," segir Aron.
Athugasemdir
banner