Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 18. desember 2022 22:00
Brynjar Ingi Erluson
Súrsætt kvöld hjá Mbappe
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Kylian Mbappe vann ekki heimsmeistaramótið með Frökkum en getur þó að minnsta kosti verið stoltur af eigin frammistöðu á mótinu.

Mbappe endaði mótið sem markahæsti leikmaðurinn. Hann skoraði 8 mörk og var verðlaunaður í leikslok.

Ekki nóg með það þá hefur hann nú skorað flest mörk í úrslitum mótsins frá upphafi. Hann er nú með fjögur mörk og á því metið einn en þeir Pele, Vava, Geoff Hurst og Zinedine Zidane skoruðu allir þrjú mörk.

Tvenna hans í leiknum er sú fljótasta í sögu HM. Hann skoraði tvö mörk á 97 sekúndum en Ronaldo átti metið frá 2002 sem var þá tvær mínútur og tólf sekúndur.

Mbappe er sjötti markahæsti leikmaður franska landsliðsins og er nú kominn með með 36 mörk. Hann er kominn fram úr David Trezeguet og er það tímaspursmál hvenær hann bætir met Olivier Giroud.

Framherjinn er með 12 mörk í 14 leikjum á síðustu tveimur mótum og er einu marki frá því að jafna met Just Fontaine, sem skoraði þrettán mörk á HM 1958. Þá er þetta í annað sinn sem franskur leikmaður er markahæstur á mótinu en Fontaine var sá eini sem hafði afrekað það fram að leiknum í kvöld.

Það er ýmislegt fleira sem hann getur verið stoltur af. Þetta var fyrsta þrennan sem er skoruð í úrslitum HM síðan Geoff Hurst gerði það með Englendingum svo eftirminnilega á HM 1966.


Athugasemdir
banner
banner